Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 194
188
Nýtt skáldrit.
IÐUNN'
að heimta |iað af öllum, að þeir aðhyllist skáldskap
Halldórs. Því betur sem menn þekkja til listar, því bet-
ud njóta menn hans. Halldór yrkir ekki fyrir þá, sem
þrá hvíld, ró og værð. Hann yrkir ekki fyrir þá, sem
flýja yfir til Iistarinnar undan ábyrgð og þunga dagsins.
Halldór er ekki neitt kyrstöðu- eða krepputíma-ská.ld.
Island 20. aldar hefir verið stórhuga. Halldór Kiljan
Laxness er ávöxtur þess stórhuga. Hann er sannasti
fulltrúi samtíma síns. Hann rúmar í sér andstæður
hans, í ýmsum hlutföllum, án jafnvægis. Hann yrkir
fyrir þjóð, sem er í hrööuin vexti, ann sér engrar hvíld-
ar, hyggur á frama og stendur í stórræð'um. Má vel
vera, að hann yrki fyrir þjóð, sem reisir sér hurðarás;
um öxl. Hin stórstíga Reykjavík og Halldór eru náskyld.
En Halldór felur ekki einungis í sér andstæðurnar
heirna fyrir, heldur líka þær, sem felast f orðunum: Is-
lendingur — heimsborgari. Einnig án jafnvægis. Hað er
harðsótt í hvívetna fyrir smáþjóð að halda til jafns við
stórþjóðir. Samt hlýtur hún að þrá það. Því verða það
álög hennar að þjást milli vilja og getu. Þessi eilífa
þjáning Islendingsins, smáþjóðarþegnsins, kemur skýrt
fr'am hjá Halldóri í sögunni. Hann er bundinn Islandi.
en getur ekki unaö þar, eða eins og skáldið lætur Arn-
ald segja (viö Sölku Völku): „Þótt mig langi burt, þótt
mér finnist einhver ómótstæðileg rödd kalla mig, þáveit
ég, að þú ert samt sem áður sannleikurinn í lífi mínu,
það tákn, sem ekkert getur brotið nenra dauðinn."
Viö höfunr einu sinni unnið okkur tilverurétt með-
al þjóðanna. Það var með sköpun fornbókmentanna.
Við höfum síðan andlega og veraldlega lifað á þeim.
Þær hafa verið sárabætur okkar, hafa sæft okkur við
aö vera smájrjóö. En forn frægð gengur úr sér. Og 20.
aldar Island hefir verið þess hugar að viJja sjálft stað-