Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Page 196
190
Kvöld eitt, seint i ágúst —.
IÐUNNÍ
tekur sér ofurlitla dýfu upp í loftið til þess að forvitn-
ast um, hvort þar muni tiokkuð nýtt að sjá. Komi
örlítill andvari, er paö ekki meira en svo, að blár
vatnsspegillinn döggvast.
Svo líður löng stund, án þess að nokkuð heyrist.
Skerin liggja eins og skjólgarðar við hafinu. En Skage-
rak er þarna úti og malar við hóhnana, og þytur þess
þagnar aldrei. Þú tekur ekki eftir þvi, nema þú setjir
þér það.
Það skyggir. Það er nótt. Þú tekur ekki heldur eftir
því. Þú hallar þér aftur á bak og Jætur hða úr bakinu
á þér. Svo sofnar þú og veizt ekki um neitt. Þú ert
horfinn og ekki til lengur, og alt er horfið.
Börnin gefa sig svo örugg myrkrinu á vald: f varð-
veizlu |iína mig taktu, segja þau og meina ekkert með
þvi. Varðveizla, — það er svona orð, sem þau eiga að
segja á kvöldin. Svo leggja þau aftur augun og sofa,
og litlu þriflegu lúkurnar kreppast og halda fast um-
hluti, sem þau er að dreyma um. Og aldrei efast ]iau
hið minsta um, að þau muni vakna aftur — og að hið
volduga ljós sólarinnar muni hanga uppi á miðjum
himninum og skína.
En ef ég kreppi lúkuna um eitthvað, sem ég vil eiga„
þá sáldrast það burt eins og skrælnað blað, og fyrst
Jiegar ég er búinn aÖ fleygja því frá mér, fær það
aftur á sig gullinn ljóma.
Og þegar ég geng til sængur og legst til svefns, þá
er ég líka á því, að ég muni vakna aftur og sjá nýjan
dag. En ég er ekki viss um það.
Ég veit bara, að einhver daganna er sá síðasti og að
hann kemur nær og nær. '
Það skyggir að kvöldi, alveg eins og nú, og Marz
logar lágt í suðri. Og allar stjömurnar koma i Ijós, og
það verður nótt. Þú hallar þér aftur á bak og lætur
líða úr bakinu á þér. Svo sofnar þú.
Lágit í suðri logar Marz. Hann lýsir oss á leið vorri
á nóttum og slær rauðri eldrák á hafið. En við snúumi
að honum næturhliðinni og svörum ekki. Með byrgðum
ljósuim og tvö hundruð þúsund milna ferð siglum
við leið okkar í myrkrinu. Sollin af vonzku og blóðl