Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 31

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 31
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 279 r sveitunum, og ekki er ósennilegt, að allviða yrðu þeir einmitt reistir á prestssetrunum. Kensla og æskulýðsstarfsemi er svo nátengd prestsstarfinu, að ekki getur sú samvinna orðið til ann- ars en góðs. Að vísu hefi ég heyrt þau andmæli gegn samein- ingu preststarfs og kenslu, að engin sönnun sé fyrir því, að prestur sé hneigður til kenslu. Þeirri mótbáru er fljótast svarað með þvi, að það er heldur engin fyrirfram trygging fyrir því, að guðfræðingur sé hneigður til prestsskapar og uni sér vel, eða kynni sig vel í þvi starfi. Þessi hugmynd er ekki ný. Ég minnist þess, að Guðmundur Björnsson fyrv. landlæknir hreyfði henni, að mig minnir 1906, og stjórn Prestafélags íslands hefir haldið henni vakandi hin síðustu ár, þó ekki hafi hún verið tekin til athugunar af launamálnefnd, að sjáanlegt sé. Það virðist því svo, að málið sé ekki óleysanlegt; prestar landsins eru vissu- lega fúsir til þess að taka við meira starfi, þar sem þess er kost- ur, en þeir munu gera kröfu til þess, að embætti þeirra séu ekki gerð svo umfangsmikil, að þeim verði gert með Öllu ókleift að vinna þar störf sín, eins og þörf kirkjunnar og eigin sam- vizka þeirra krefur. En það hlýtur að verða með því frumv., sem nú liggur fyrir. Um prestsþjónustu yrði þá ekki lengur að ræða i allmörgum prestaköllum landsins. Nú skulum við að siðustu gera okkur lauslega grein fyrir, hvert stefnir, ef frumvarp það, er nú liggur fyrir, yrði að lögum. í lögunum frá 1907, og með viðbótum þeim, sem siðar hafa verið gerðar við þau, eru á landinu 107 prestaköll, og 108 prest- ar til að þjóna þeim. Af þeim er gjört ráð fyrir að 87 sitji í sveit- um, en 21 í kaupstöðum og þorpum landsins. Nú er gjört ráð fyrir að prestar verði 61. Af þeim munu 40 sitja i sveitum, en eins og áður 21 i kaupstöðum og þorpum. Fækkunin 47 lendir þá öll á sveitunum, og það getur tæplega talist maklegt, á sama tíma, sem gert er ráð fyrir stórkostlegri fækkun kennara, sem vitanlega lendir líka að mestu leyti á sveitunum. Hvers eiga sveitirnar að gjalda? Á að hefnast á dreifbýlinu og örðugleik- unum með því að taka þá menn, sem um liðnar aldir hafa verið merkisberar menningar og trúar í sveitum landsins, hurt og gefa ekkert i staðinn? Ég vísa þeirri spurningu til þeirra hlutaðeigenda, sem málið snertir mest, til sveitafólksins. Þýð- ingu prestanna fyrir sveitirnar þarf ég ekki að eyða tíma til að skýra. Eins og nú er ástatt, man ég ekki eftir nema 2 prestaköllum, þar sem eru 6 sóknir í kalli. Það eru Grundarþing og Valla- prestakall, bæði í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Öllum heilskygnum mönnum er það ljóst, að það er of mikið að hafa svo margar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.