Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 279 r sveitunum, og ekki er ósennilegt, að allviða yrðu þeir einmitt reistir á prestssetrunum. Kensla og æskulýðsstarfsemi er svo nátengd prestsstarfinu, að ekki getur sú samvinna orðið til ann- ars en góðs. Að vísu hefi ég heyrt þau andmæli gegn samein- ingu preststarfs og kenslu, að engin sönnun sé fyrir því, að prestur sé hneigður til kenslu. Þeirri mótbáru er fljótast svarað með þvi, að það er heldur engin fyrirfram trygging fyrir því, að guðfræðingur sé hneigður til prestsskapar og uni sér vel, eða kynni sig vel í þvi starfi. Þessi hugmynd er ekki ný. Ég minnist þess, að Guðmundur Björnsson fyrv. landlæknir hreyfði henni, að mig minnir 1906, og stjórn Prestafélags íslands hefir haldið henni vakandi hin síðustu ár, þó ekki hafi hún verið tekin til athugunar af launamálnefnd, að sjáanlegt sé. Það virðist því svo, að málið sé ekki óleysanlegt; prestar landsins eru vissu- lega fúsir til þess að taka við meira starfi, þar sem þess er kost- ur, en þeir munu gera kröfu til þess, að embætti þeirra séu ekki gerð svo umfangsmikil, að þeim verði gert með Öllu ókleift að vinna þar störf sín, eins og þörf kirkjunnar og eigin sam- vizka þeirra krefur. En það hlýtur að verða með því frumv., sem nú liggur fyrir. Um prestsþjónustu yrði þá ekki lengur að ræða i allmörgum prestaköllum landsins. Nú skulum við að siðustu gera okkur lauslega grein fyrir, hvert stefnir, ef frumvarp það, er nú liggur fyrir, yrði að lögum. í lögunum frá 1907, og með viðbótum þeim, sem siðar hafa verið gerðar við þau, eru á landinu 107 prestaköll, og 108 prest- ar til að þjóna þeim. Af þeim er gjört ráð fyrir að 87 sitji í sveit- um, en 21 í kaupstöðum og þorpum landsins. Nú er gjört ráð fyrir að prestar verði 61. Af þeim munu 40 sitja i sveitum, en eins og áður 21 i kaupstöðum og þorpum. Fækkunin 47 lendir þá öll á sveitunum, og það getur tæplega talist maklegt, á sama tíma, sem gert er ráð fyrir stórkostlegri fækkun kennara, sem vitanlega lendir líka að mestu leyti á sveitunum. Hvers eiga sveitirnar að gjalda? Á að hefnast á dreifbýlinu og örðugleik- unum með því að taka þá menn, sem um liðnar aldir hafa verið merkisberar menningar og trúar í sveitum landsins, hurt og gefa ekkert i staðinn? Ég vísa þeirri spurningu til þeirra hlutaðeigenda, sem málið snertir mest, til sveitafólksins. Þýð- ingu prestanna fyrir sveitirnar þarf ég ekki að eyða tíma til að skýra. Eins og nú er ástatt, man ég ekki eftir nema 2 prestaköllum, þar sem eru 6 sóknir í kalli. Það eru Grundarþing og Valla- prestakall, bæði í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Öllum heilskygnum mönnum er það ljóst, að það er of mikið að hafa svo margar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.