Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 43
Kirkjuri'tið.
Hinn almenni kirkjufundur.
291
og leikmenn. að vera reiðubúnir til l>ess — ef til vill nú þegar
af fundinum —að ferðast um til þeirra, er vilja fá styrk lil þess
að koma samtökunum á heima hjá sér.
Kg hefi verið að lesa sögu Andrew, trúboðans mikla í indlandi.
Hann lá drengur mánuðum saman milli. heims og heljar og lífs-
iöngunin var að hverfa honum. En móðir hans vakti yfir hon-
um og bað. Ei'na nóttina, meðan hann svaf, kom hún með yndis-
lega fagra jurt og setti hana þannig við rúmið, að hún skyldi
verða fyrst fyrir augum hans, er hann opnaði þau. Morguninn
eftir varð úrslitastund i veikindum hans. Fegurð blómsins snart
dýpstu hjartarætur hans óumræðilegum fögnuði, lífsþráin vakn-
aði og batinn komi Þannig kallaði móðurástin hann til lífsins.
Mér finst við vera lik þessu veika barni, huglítil oft og þrótt-
litil og framkvæmdasmá. En kærleiki Krists vakir yfir okkur
og biður fyrir okkur, að trú okkar og kraftar þrjóti ekki. Og
Kristur vill gefa okkur það, sem fyllir hjörtu okkar birtu og lífi
og eyðir myrkrum dauðans ■— heilagan blæ frá ástaranda sinum.
Opnum sálir okkar í einlægui og auðmýkt fyrir áhrifum hans
— skírn andans.
Þá er sigurinn vis.
Konungsmerkin fram.
SAMTÖK OG SAMVINNA
AÐ KRISTINDÓMSMÁLUM.
ERINDI ÓLAFS BJÖRNSSONAR.
Það hefir skipast svo um framsögu þessa máls, að við próf.
Asmundur Guðmundsson höfum tekið að okkur að reifa það
hér á þessum almenna kirkjufundi. Er svo ráð fyrir gert, að ég
tali sérstaklega í þessu sambandi um yngri kynslóðina og
prestana.
Þegar vér nú ræðum um samtök og samvinnu að kristin-
dómsmálum, finst mér næst liggi að spyrja þessara tveggja
spurninga, og svara þeim:
t- Er samtaka og samvinnu í þessa átt nú venju fremur þörf?
-• A hvern hátt er hægt að skapa slík samtök? Eða hvernig
verður slíkri samvinnu bezt hagað?
Ct af fyrri spurningunni væri það ef til vill ekki úr vegi,
að ræða nokkuð trúar- og siðaskoðanir hins liðna tíma, og þess
sem yfir stendur, skoðað í ljósi þess sannleika, sem enn hefir
19*