Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 35

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 35
Riíkjuritið. Hinn almenni kirkjufnndur. 283 andlegu lifi, óg 'öpiia dyr fyrir suUdrung 'og klofningi í trúar- efnum. Aðstæður eru að visu stórbreyttar síðan lögin 1907 voru sett. Viða má breyta og laga frá þvi sem var, og víða mætti láta prestana starfa meira að kenslumálum heldur en gerl er, og á þann hátt auka starfsvið þeirra og nota starfskrafta þeirra betur. En slík fækkun og frumvarpið fer fram á nær engri átt, og athugunarefni er, hvort endurskoðun á lögunum frá 1907 mundi ieiða til fækkunar,ef hún væri gerð af einlægni og sanngirni, og fullum skilningi á vilja þjóðarinnar og þörfum kirkjunnar. Niðurstaða af þeirri endurskoðun yrði ef til vill nokkur fækkun sumstaðar, en fjölgun á öðrum stöðum, svo sem Reykjavík, Akureyri, og innan skamms ef til vill á fleiri stöðum. Við lifum á svo miklum þjóðflutningatímum, að engum er fært að segja um, hvar fólksfjöldinn kann að liafa safnast saman eftir 10 til 20 ár. Og væri nokkurt lag á, þá ætti ekki að vera fleira en 3000 manns í prestakalli eins manns. En hitt hygg ég, að menn alment geti orðið sammála um, að enn er kirkja Krists sú þjóðarnauðsyn, og enn á hún þau ítök i þjóðinni, að það er siðferðisleg skylda allra, sem unna islenzkri þjóð, að hlynna að henni, en hjálpa ekki til að bera hana út á klakann. Hér þarf þvi þjóðin að vera samtaka um að ráða þessu máli sem giftusamlegast til lykta. Hag prestastéttarinnar þarf að bæta, með hag islenzku þjóðkirkjunnar sem heildar fyrir augum. Og það sem ég álít mikilvægasta starfið, sem nú liggur fyrir ís- lenzku kirkjunni, er að mæta þeim kröfum, sem nú hafa komið fram, þannig, að hvert prófastsdæmi fái að koma fram með til- lögur sínar um, hvernig haga skuli sókna- og prestakallaskipun. Þar er kunnugleikinn fyrir hendi. Þar vita menn, hvar skórinn kreppir að. En að láta einhverja nefnd sitja hér í Reykjavík, með landkort fyrir framan sig og ákveða eftir þvi þjónustu- svæði hvers starfandi prests í landinu, það getur aldrei orðið öðru valdandi en óánægju safnaðanna og niðurlægingu kirkj- unnar. í síðari hluta greinargerðar launamálanefndar er þessi klausa: • ,TiI eru að visu þeir menn, sem telja fækkun prestakalla fjör- ráð og fjandskap við kirkjuna. En slikir menn eru vonandi fáir, því að þeir eru óvitrir. Fátækir prestar, við lítið starf, í fá- mennum prestaköllum, fámennar sóknir og fásóttar kirkjur verða oftast fúi á tré kirkjunnar, sem öllum ber að óska, að sé ekki aðeins lifandi tré, heldur og lífsins tré“. Af því, sem á undan hefir verið sagt, er þvi ekki að léyna, að ég er i hópi hinna óvitru manna, sem ég held nú, að ekki séu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.