Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 63

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 63
Kirkjuritið. Prestastefnan. 311 Seinna um kvöldið vóru margir fundarmenn til altaris í Dómkirkjunni. , Um áhrif fundarins verður framtíðin að dæma. Ahrif fund- gn sv0 er víst, að fundarmenn fóru heim arms‘ með bjartar minningar og sannfærðir um það, að þjóðin verður ekki svift miklum hluta presta sinna gegn svo sterkum safnaðavilja. Það mun fundurinn tryggja fyrst og fremst, og er þó ekki til einskis barist. Jafnframt er stofnað til þeirra kynna með áhugamönnum um kristindómsmál víðsvegar um land, sem munu endast lengi og vel og geta orðið vísir að meira og öflugra samstarfi fyrir kristnilíf þjóðarinnar en þá órar fyrir, sem nú kveða upp þyngstu dóma um kirkjuna. Þá sókn, sem nú er hafin, skyldi aldrei lægja. Á. G. PRESTASTEFNAN. , Prestastefnan hófst miðvikudaginn 26. Guosþjonusta. juni meg gUgsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1 síðdegis. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur prédikaði, en hann átti 25 ára prestskaparafmæli þennan dag. Lagði hann út af Lúk. 5, 1—11, sama guðspjailinu sem hann hafði lagt út af á vígsludegi sinum. Séra Friðrik J. Rafnar þjónaði fyrir altari og tók synoduspresta og prestskonur til altaris. Fundarhöldin fóru fram í húsi K. F. U. M. og stóðu í þrjá daga, miðvikudag 26., fimtud. 27. og föstud. 28. júní. Hófust þau dag hvern með guð- ræknisstund og enduðu þannig. Samsæti var síðast, að kvöldi föstudagsins. Þetta var fjölmennasta prestastefnan, sem 1 undarsokn. haldin hefir verið siðustu áratugi. Auk biskups og háskólakennaranna sóttu hana 47 þjónandi þjóð- kirkjuprestar, þar af 11 prófastar, frikirkjuprestarnir báðir, 10 prestar og prófastar, sem hættir eru þjónustu, og 2 guðfræðis- kandídatar. Einnig þrír danskir guðfræðingar: Séra Dag M. Möller, prestur í Þórshöfn í Færeyjum, cand. theol. Regin Prenter og stud. theol. Sweistrup Nielsen. Prestvígðir menn voru alls 64, en fundarmenn 68. Tal.a þjónandi þjóðkirkjupresta er nú 100, Ur skyrslum Qg er ejnn þejrra aðstoðarprestur. Síð- biskups. astliðið ár voru þjónandi prestar 105, en af þeim er einn dáinn, en 4 hafa látið af embættum. Þrír upp- Fundarhöldin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.