Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 77

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 77
Kirkjuritið. Kristur og þjóðlífið. 325 og snjóhvítar hvelfingar logandi i gulli. Þeim var sem þeir horfðu á hina himnesku Jerúsalem og þeir þráðu að vera með Kristi einum og eiga í auðmýkt sætin til hægri og vinstri liandar lionum. Til þess vóru þeir að koma til Sólareyjarinnar. Hvað sá Kristur þá' í framtíð- arsýn? Yér vitum það ekki. En hitt vitum vér, að hann hefir aldrei yfirgefið ísland síðan, sífelt verið með þjóð- innni, sem eignast hefir Sólarljóð og Lilju, Passíusálma Hallgríms og ljóð Matthíasár. Og enn viTI hann halda innför sína í sálir vor allra og ummynda þjóðlífið með áhrifum anda síns. Stöndum ekki gegn þeim áhrifum eins og þeir, sem þekkja ekki sinn vitjunartíma. Opnum borgarhliðin fjrrir honum, hvern bæ og þorp og hverja sveit, hvert hús og hvert hjarta. Hyllum liann með hlýðni, í verki og sannleika. Hrópum ekki hátt, en biðj- um Guð með barnslegri auðmýkt og trausti livert fyrir öðru og allri þjóðinni: Lát undur þinnar ástar vekja upp elsku hreina í hverri sál, og öfund burt og hatur hrekja, og heiftrækninnar slökkva hál. Lát börn þín verða’ í elsku eitl og elska þig, sinn föður, heitt. Faðir vor, þú sem ert á hininum .... Ásmundur Guðnumdsson. Aðalfundur Prestafélags íslands verður haldinn á Akureyri dagana 8., 9. og 10. september. Hefst hann með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju sunnud. 8. sept. kl. 10 árd., og mun séra Þorsteinn Briem prófastur prédika. Aðalverkefni fundarins, auk venjulegra fundarmála, verða: Starfshættir kirkjunnar á komandi árum og starfsmenn. Verða erindi flutt um þau mál fyrir almenning og umræður á eftir. Nefnd norðlenzkra presta liefir verið kosin til þess að annast undirbúning fundarins. Hana skipa: Stefán prófastur Kristins- son, séra Friðrik J. Rafnar, Guðbrandur Björnsson prófastur, séra Benjamin Kristjánsson, og Ásmundur prófastur Gíslason,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.