Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 41

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 41
Kirkjuritið. Hinn alnienni kirkjul'nndnr. 28 S) og forystu, l)á niá ætla hana nefndununi eða einstökuni áhuga- mönnum í söfnuðinum. Get ég; trauðla hugsað mér, að nokkur prestur myndi þá færast undan eða neita samstarfinu. l'yndist sá, þá veit ég satt að segja ekki, til hvers hann er prestur. Þessir menn halda svo fundi við ,og við, eftir því sem tæki- færi gefast og tilefni. Mega fundirnir ekki vera mjög sjaldan, ekki sjaldnar I. d. en í sambandi við hverja messuferð, þar sem margar sóknir eru í prestakalli. Sé prestakall prestslaust, mega samtökin ekki vanta fyrir því, heldur verður að halda fundi, Jjótl enginn prestur geti verið þar viðstaddur, og svo auðvitað þegar prestur sá, er þjónar, kemur til guðsþjónustna. Virðist liggja beint við, að fundirnir séu oft eftir messu. Myndu menn fljótt komast að raun um, að ærið yrði að starfa: Guðs- þjónustur verði sem hezt sóttar og hátíðlegastar, safnaðarsöngur bættur og reynt að gjöra kirkjurnar vistlegri, barnamessur flutt- ar eða sunnudagaskólar haldnir, fyrirlestrar fluttir um andleg mál á samkomum, góðar bækur útbreiddar, bindindisstarf eflt, hlúð eftir föngum að hverskonar menningarstarfi o. s. frv. M. ö. o. verkefnin yrðu alveg óþrjótandi. Heppilegast væri þó að laka ekki mjög margt fyrir í einu, en fylgja því þeim mun fastar fram, sem vinna skyldi að. Þannig myndaðist eins og starfandi kjarni, sem lifstraumar bærust frá um allan söfnuðinn. Milli þessara starfsflokka hugsa ég mér svo samband, þann- ig að þeir hittist stöku sinnum úr sama prestakalli, þar sem sóknir eru fleiri en ein. Presturinn er í flokkunum öllum, og á að tengja þá saman, ennfremur mál er varða prestakallið i heild sinni. Annaðhvert ár kýs hver starfsflokkur eða söfnuðurinn, sem hann vinnur í, fulltrúa til ])ess að mæta á almennum kirkjufundi fyrir landið í heild sinni og kostar förina að meira eða minna leyti. En eigi í hlut mjög litlir og fátækir söfnuðir, þá geta þeir, ef þeir vilja, sent einn fulltrúa í sameiningu. Almenni kirkjufundurinn verði ekki altaf á sama stað, heldur nokkuð til skiftis í landsfjórðungunum, eftir því sem við verður komið, til l)ess að jafna eitthvað aðstöðuna til fundarsóknar og glæða trúar- lífið á þeim stað. Én hitt árið, sem ekki væri almennur kirkju- fundur, yrðu haldin fulltrúamót fyrir héruðin eða landsfjórð- unga, t.d. í s'imbandi við héraðsfundi eða deildarfundi Presta- félagsins. Til undirbúnings þessum fundarhöldum skyldi kosin nefnd 7 manna úr öllum landsfjórðungum. Þeir undirbúi allir í sam- einingu almenna kirkjufundinn i samráði við stjórn Presta- 19

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.