Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 28
276 Hinn almenni kirkjufundur. KirkjuritiS. og öllu komið i stað messugerðanna í kirkjunum. Mér er illa við að lasta útvarpið, og ég virði fyllilega þá viðleitni útvarps- ráðs og presta höfuðstaðarins að gefa söfnuðunum í dreifing- unni út á landi kost á útvarpsguðsþjónustum. En jafnframt skal ég játa, að sennilega er ekki til vantrúaðri maður á landi hér á gagnsemi útvarpsins i trúarefnum, ef taka á það alment. Ég hefi gert mér nokkurt far um að kynnast því, hvernig útvarps- messur eru víða notaðar á heimilunum, og þeim er alls ekki telcið eins og guðsþjónustum, nema með hreinum undantekn- ingum. Og ég er þeirrar skoðunar, að ef nokkuð hjálpar veru- lega til að niðurbrjóta virðingu almennings fyrir guðsþjónustu- haldinu og rœkt þeirra til kirkjunnar, þá er það útvarpið. Og ég er ekki einn um þá skoðun. Eg hefi nýlega lesið umsögn merks Englendings um áhrif útvarpsins þar á trúrækni og lista- smekk Englendinga, og hann er þeirrar skoðunar, að það sé hreinasti háskagripur fyrir hina uppvaxandi kynslóð. Það drepi virðinguna fyrir guðsþjónustunni, svifti fólkið skilningi á þýðingu hinnar sameiginlegu bænar og samfunda, og eyði með öllu tilfinningunni fyrir fegurð og gildi hljómlistar og músiklífs. Þetta þykja ef til vill sleggjudómar, en hugsið til yðar sjálfra, heima hjá ykkur á sunnudögum, þegar messa er í útvarpinu. Er ekki gengið um eins og ekkert sé um að vera, er ekki talað sam- an, anzað i síma, borðað og drukkið og yfirleitt hagað sér eins og engin messa væri? En hvað er eitt höfuðgildi guðsþjónustunnar? Það að vekja hjá kirkjugestinum lotningarkend fyrir því, hvar hann er stadd- ur, losa hann um stund út úr amstri og umstangi daglega lífsins og gefa honum hvíldarstund í tilbeiðslu og ihugun? Og er það þýðingarlaust, að söfnuðurinn finni til þess öðruhvoru, að hann er sameiginlegur félagsskapur, þar sem kirkjuhúsið er heimili hans? Og er það einskisvirði fyrir safnaðarmeðlimi, að eiga þær minningar, sem hjá mörgum eru bundnar við kirkjuna? En hvað gefur útvarpið af þessu? Ekki neitt. Gæti útvarpið yfirleitt komið i messustað, þá mætti ekki aðeins fækka prestum með lilliti til þess, ef aðalstarf þeirra er skoðað messugerðin ein, heldur mætti alveg afnema þá, og láta einn prest sjá um þarfir alls landsins i þessum efnum. Ég læt þá útrætt um þennan lið málsins, en endurtek aðeins þá skoðun mína, að útvarpið getur aldrei réttlætt prestafækkun. Það væri algerður misskilningur á gildi hinnar sameiginlegu guðsþjónustu. Þá kem ég að síðustu spurningunni: Eru aðstæður orðnar svo breyttar siðan 1907, að timabært sé orðið að ætla 61 presti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.