Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 45
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
293
uni fundum og samþyktum sé vandinn leystur, og svo gangi alt
af sjálfu sér. En því fer mjög fjarri.
Þó skal enginn halda, a'ð ég geri lítið úr slíkum fjölmennum
fundum, né heldur standi á saina, hvernig þeir fari með mál og
afgreiði þau. Langt frá. Og í þessu tilfelli er það skoðun min,
að nú hafi það verið lífsnauðsyn, að fjölment yrði á þennan
fund og viturlega með málin farið. En ég vil undirstrika þetta:
Að enginn fundur, engar samþyktir, og ekkert kemur að gagni,
ef oss vantar innri eld og áhuga til þess að fylgja samþyktun-
um eftir.
Mér er það fyllilega ljóst, að vér erunt komin hér inn á þá
hraut að ræða um mikið vandamál, mál, sem vér engan veginn
leysuni hugsunarlítið, í einni svipan, án mikillar vinnu. Fyrsta
sporið til úrlausnar, er að vér hugsum málið öll, Heilum þvi öll
að vinna fyrir það. Myndum öll um það sterk samtök, sem bor-
in séu uppi af órjúfandi samvinnu allra þeirra manna, sem
skilja hvers virði það er, að lífið sé horið uppi af kristinni
lifsskoðun.
Keiin þeim ungu þann veg, sem þeir eiga að ganga. Þetta er
eitt af hinum mörgu sígildu sannindum. Það hefir verið, og
þarf að vera kötlun kirkjunnar á öllum öldum. Og það er .nú
framar öllli kirkjunnar alvarlegasta og háleitasta köllun. Og það
er heldur ekki efamál, að hlessun og gagnsemi kirkjunnar á yfir-
standandi tínium umróts og erfiðleika fer mikið eftir því,
hvernig hún snýst við og rækir þennan mikilsverða boðskap
nieð hverri kynslóð.
Hafið þér ekki veitt því eftirtekt, hve óvinir kristninnar
feggja mikið upp úr því og vinna'mikið til þess að ná til barn-
anna, ekki til þess að vinna þau fyrir, heldur frá guðsríki? Það
væri þessvegna fáheyrt kæruleysi, ef óvinir kirkjunnar fengju
óáreittir að vinna æskuna fyrir fult og alt frá kirkju og kristni
Það á nú að heita svo, að stjórnarskrá ríkisins löghelgi kirkju
og kristni í þessu landi. En það sjást þess mörg merki á Iofli,
að það megi, og jafnvel eigi, þá og þegar enn einu sinni að
faekka starfsmönnum þeirrar stofnunar, sem meir en nokkuð
annað á liðnum þúsund árum hefir brugðið ljóma yfir sögu
þjóðar vorrar, og enn sem fyr mun reynast haldbezt til þess að
skápa og viðhalda þeirri menningu, sem kjarnbezt er og lengst
niun verða bygt á hjá öllum þeim mönnum og þjóðum, sem
gera það að instu þrá lífs síns, að fegra lífið í mannheimi.
Síðustu áratugir hafa valdið aldahvörfum i hugsun, mentun
og framförum; mati manna og viðhorfi öllu til lífsins og gæða
þess. Það er nú enginn seinagangur í neinum hlnl lengur. Og