Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 73

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 73
Kirkjuritið. Kristur og þjóðlifið. 321 laufunum finnast fíkjurnar lítt. Orð hans um tréð á- vaxtalausa eru kröftug áminning til þjóðarinnar, og musterishreinsun hans þarf að fara fram í hjörtunum. Fylgd vor flestra við Krisl er hvikul og hálf. Vér liöld- um honum liátíðir, syngjum honum lofsöngva og hyll- um hann. Vér viljum fylgja honum inn til dýrðar og' konungstignar um slétta hraut. En vér skiljum ekki eða viljum ekki skilja það, sem dýpst er i hoðskap hans, að kærleikur, sem fórnar sjálfum sér, liggur tilverunni að baki og er hulin uppspretta liennar, og' að þeim kær- ieika verðum vér að lifa — verðum að láta á móti sjálf- um oss, gleyma og afneita eiginhagsmunum af góð- fúsri hjálpsemi við aðra og' bera eftir því sem í voru valdi stendur einhvern ofurlitinn hluta af fórnarbyrði Guðs. Vér viljum vera með við innför Ivrists á pálma- sunnudag — en ekki fylgja honuin á krossgöngu lians föstudaginn langa. Þegar á slíka fylgd reynir, þá er oft afneitað þrisvar áður en haninn galar tvisvar. En Guði sé lof, hér er líka til flokkur manna, sem veil- ir Kristi örugga fylgd alt til dauða. Augu þeirra eru fest á lionum, hvort sem farið er um grænar grundir eða dimrnan dal. Hann er þeim hjálp og hreysti og liið rétta líf. Þeim hefir skilist það, að konungstign hans er í því fólgin, að hann er hógvær og lítillátur af hjarta, og hafa tekið á sig ok hans og fundið, að það er indælt og byrði hans létt. Þeim hefir birzt sá leyndardómur, að helzt verður þjáning í lífinu afhorin með því, að gangast sem niest undir liana. Það kann að vera tilviljun — en ég efasl samt um það út frá reynslu Gyðinga fyrir 19 öld- um — að ég hefi einkum séð konur í þessum flokki. Þær leggja að líknarhendur hverju meini, eftir þvi sem þær megna. Þær lifa eftir fegurstu lífsreglu Islendinga í fornöld: „Hvars þú böl kant kveð þik bölvi at“. Hver hjálparþurfa lítilmagni, hvort heldur er maður 21

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.