Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 9
Kirkjuritiíi. MATTHÍAS JOCHUMSSON TRÚARSKÁLDIÐ Eftir dr. Magnáít Jánsson, prófessor. Þó að margir strengir liljómi sætlega á hörpu Matthí- asar, verður ekki um það deilt, að trúarstrengurinn ber af þeim öllum. Og þennan trúarstreng heyrum vér ekki aðeins þar, sem liann hljómar fullum rómi, í sálmum lians og öðrum trúarljóðum, lieldur er eins og ávalt taki undir í þessum streng, þegar Matthías knýr hörpu sína af mætti. Það er átakanlegur vitnishurður um dómgreind manna, að þetta guðinnblásna trúarskáld skvldi eigin- lega varla vera talinn í kirkjunnar húsum hæfur vegna „trúleysis“! En ekki skulum vér áfella samtíð Malthías- ar fvrir þetta eða miklast þar af æðri vizku. Það er ekki auðvelt að meta stórt fjall eða dæma um listaverk með því að standa alveg hjá því, og fjórða víddin, tíminn, er nú svona löguð, að vér getum ekki gengið þar að eða frá eftir vild. Vér verðum að standa þar sem vér erum sett niður, og láta berast, rétt eins og farþegar á lest eða skipi. Og þetta fjall, sem hér er um að ræða, var ekki fágaður smíðisgripur, heldur ægilegur himinkljúfur, með snösum og gjám og gljúfrum, svo að sá, sem nærri stóð, gat alveg eins liaft fyrir augum sér eitthvert gilið eða lægðina, eins og tindinn. Þá fyrst er fjarlægðin sveigir öll þessi einstöku atriði undir svip heildarinnar, er dómur möguleg'ur. Og sú fjarlægð er vafalaust ekki orðin nóg enn. En hún er orðin nóg til þess að sýna, að 24

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.