Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 10
370 Magnús Jónsson: KirkjuritiÖ. þessi maður, sem hvarflaði svo víða i trúarskoðunum, var af insta hjartans grunni trúmaðurinn mikli. Að vöxtunum til hefir Matthías ekki ort mjög mikið af sálmum. í sálmabókinni eru innan við 20 frumortir sálmar eflir hann. Og þó að leilað hafi verið, bæði að honum lifandi (sbr. formála próf. Haralds Níelssonar fyrir sálmasafninu „Þitt ríki komi“) og eftir hann lát- inn, liefir víst ekki tekist að koma þeim upp í 30, sem hirtir hafa verið i sálmasöfnum. En það er ekki ómerkilegur dómur um þessa sálma, sem i því felst, að flestum mun finnast þetta ótrúlegt. Ilvernig víkur þvi við, að flestum mun finnast Matthías eigi stóran hlut í sálmabókinni, þó að hann eigi að- eins 17 frumorta sálma og 9 þýdda og sé 7. maður í röðinni að sálmafjölda? Það er af því, að þessir sálmar eru stöðugt notaðir! Og það er af því, að hvenær sem einhver þeirra er sung- inn, vekur liann athygli og hrifningu. Það þarf ekki að leita lengi að forsendum þessa hæsta- réttardóms kirkjugestanna. Það þarf ekki annað en nefna upphöf sálmanna. Svo að segja hvert einasta vekur endurhljóm á svipstundu. Hvernig getur guðsþjónusta endað stórkostlegar en með bæninni: Faðir andanna? Hvernig á að koma sam- an i kirkju á nýársdag án þess að syngja: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Eða i vetrarbyrjun án þess að syngja: Nú kemur kaldur vetur, 0, kom þú líka, drottinn minn! Er ekki lieil kirkjuvígsla fólgin i sálminum jötuneflda: 0, maður, hvar er hlífðarskjól á heimsins köldu strönd? þar sem fyrstu orðin gripa hugann sömu tökum eins og þegar komið er inn í stóra dómkirkju? Er hægt að hugsa sér meiri ró og frið, sterkari kvöldroða en í sálminum: Ó, drottinn, minnar sálar sól? Eða djarfmannlegri hvatningu en í sálminum: Legg þú á djúpið? Matthías dáist að Hallgrimi Péturssyni fvrir það, hvernig liann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.