Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Matthías Jochumsson. 373 þaðan með meiri og meiri dyn eftir því sem líður á. Það er ómögulegl annað, en að margir þessir sálmar séu ortir í einni lotu. Þýddu sálmarnir í sálmabókinni liera svo mörg sömu einkenni þeirra frumortu, að auðsjáanlegt er, að Matthí- as liefir tileinkað sér þá fullkomlega. Ég hef ekki borið þá saman við frumsálmana, en hlær þeirra er allur Matthíasar. í þessum hóp má nefna sálma eins og: Ó, hlessuð stund, Lát þitt ríki ljóssins herra, Ó, þá náð að eiga Jesúm, Við freistingum gæt þín. Allir Jæssir sálm- ar hafa orðið fullkomin eign okkar i þessum meistara- lega íslenzka búningi. Þeir liafa gengið gegnum sál sálmaskáldsins. Hann hefir ekki klætt þá í ný föt, held- ur hefir hann lirætt þá upp og steypt þá síðan í íslenzku móti. En annars mun ég víkja litið eitt að sálmaþýðing- um Mattthíasar síðar. Það er í raun og veru engin furða, þó að sífeldar raddir heyrðust um það, að kirkjan yrði að fá meira af Matthíasarsálmum inn í sálmabókina. Þegar gengið var frá sálmabókinni 1886, var Matthías ekki nema fimtug- ur, og í raun og veru á fyrri áfanga skáldabrautar sinnar. Hann hélt áfram að yrkja og andans máttur hans virtist fremur færast i aukana en liitt. Tíu, tuttugu, þrjátíu ár liðu og meira. Altaf orti Mattliías og ekki þvarr trúartilfinning Iians eða guðstraust. Það var því ekki furða þó að menn héldu, að fjöldi meistaralegra sálma myndi vera kominn frá honum á öllum þessum tíma. En þetta reyndist á annan veg. Einn af þeim, sem mestar mætur höfðu á Matthíasi, Haraldur prófessor Níelsson, sannprófaði þetta. Hann segir frá því í for- mála þeim, sem áður er vikið að, fyrir sálmasafninu „Þitt ríki komi“. Ég tek upp orð hans: „Nokkuru eftir að ég hóf prédikúnarstarfsemi mína í Fríkirkjunni, átti ég einu sinni tal um það við séra Matthías Jochumsson, að mér fvndist svo margir sálmar i sálmabók vorri vera

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.