Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 14

Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 14
374 Magnús Jónsson: Kirkjuritið. orðnir úreltir. Hann bauð mér þá að senda mér all- mikið af sálmum, er hanii ætti óprentaða, ef ég vildi hafa fyrir því, að koma út dálitlu viðbótarliefti af sálmum, er ég gæti síðan notað með sálmabókinni. Séra Matthías efndi loforð sitt og sendi mér alls í handriíi yfir sjötíu sálma, og kvað mér heimilt að velja úr þeim eins og ég vildi. Sumir þeirra eru áður prent- aðir í ýmsum tímaritum, sumir i „Barnasálmabókinni“, og seytján af þeim i „150 sálmum“.“ Eftir þessu mun þá mega hafa fyrir satt, að Haraldur Níelsson hafi hér fengið milli handa alt það, sem Matt- hías hafði af sálmum. Af þeim tók hann svo 46 í þetta safn og margir af þeim voru aftur teknir í sálmabókar- viðbætinn 1933, þann sem síðar var stöðvaður. Ef litið er á þessa nýju sálma, þá eru aðeins örfáir (ég held 9) frumortir, og tveir af þeim eru ekki eigin- lega kirkjusálmar (Ó, guð vors lands og Hátt ég kalla). Og enginn af þessum 7 fær jafnast á við þá beztu í sálmabókinni. Þó eru þeir fagrir, og langt fyrir ofan meðallag eru sumir. Vil ég nefna jólasálminn: Nú hljómar dýrð. (Hann er ekki i „Þitt ríki komi“). Ó, skapari, hvað skulda ég? Þar er þetta síðasta erindi, sem minnir á Hallgrím: Og þegar loks mitt lausnargjald ég lúka skal, en ekkert hef, við Krists, míns herra, klæðafald ég krýp, og á þitt vald mig gef. Þá er og fagur sálmurinn: Kom heitur til míns hjarta blærinn blíði. Þar svellur skáldinu eldmóður, meira og meira, þar til liann lýkur með þessum versum: Þú kemur — fjallið klöknar, tárin renna; sjá klakatin'dinn roðna, gljúpna brenna! Koní drotni lík, í makt og miklu veldi, með merkið sveipað guðdóms tign og eldi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.