Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 17

Kirkjuritið - 01.11.1935, Page 17
Kirkjuritið. Matthías Jochunisson. 377 Móður sinnar, á morgni lífs barn er brjóstmylkingur. En í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema Guð. hað verður miklu víðtækara en svo, að ég geti gert því nokkur skil, að lýsa trúarljóðum Matthíasar utan sjálfra sálmanna, og þá get ég enn síður rakið trúarlega þátl- inn í öðrum Ijóðum lians. En þetta er þó stórmerkilegl atriði, og lýsir ef til vill enn betur trúarlífi hans. Því að þar blossar það upp svo að segja ókallað, eða að minsta kosti er ekki æfinlega megintilgangur kvæðisins, eins og í sálmunum. Nokkur kvæði Matthíasar lýsa beinlínis sálarstriði iians. Það eru nokkurskonar orustulýsingar. Annarleg- ar stefnur eða efasemdir hefja þar grimmilega árás á sál lians. Þar voru engar víggirðingar, eng'ir borgarmúrar frekar en i Spörtu. Spartverjar vissu, að borgin hlaut að falla, ef þar væri ekki nægilegt viðnám frá sjálfum iandvarnarmönnunum, og þeir vildu ekki gefa þeim neinn kodda til að halla sér á. Sama mátti segja um Matthías. Borg hans stóð á víðum völlum. Hann reisti s-kála sinn um þjóðbraut þvera og veitti heina öllum, sem um fóru. Þessa sjást víða merki. Orðlagðast í þessu efni er óðurinn mikli: Guð minn Guð, ég hrópa. Hann haslar þar völlinn, hverri mótbáru og hverjum her, sem vill taka upp hanzkann. En vopnin híta honum svo, að livergi verður á unnið, og kvæðið endar í fullkominni i'ósemi. Sumir telja síðasta erindið í því kvæði það feg- firsta, sem Matthías hefir ort. l)æm svo mildan dauða, drottinn, þinu barni, eins og léttu laufi tyfti blær frá hjarni; eins og lítill lækur ljúki sinu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.