Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Matthías Jochumsson. 381 Þegar svo stórt var höggviS, og brandinum beint að kenningu, sem þá var talin einn af liyrningarsteinum kirkjunnar, þá er skiljanlegt, að það hlaut aS vekja athygli og umræSur, einkum þegar sá, sem höggiS greiddi, var starfsmaður kirkjunnar í prests- stöðu. Ýmsir svokallaðir „rétttrúnaðarmenn“, bæði innan iands og einkum í Vesturheimi, kröfðust þess, að séra Matthíasi væri vikið úr embætti. Biskup fór gætilega að öllu, ritaði honum em- bættisbréf með alvarlegri áminningu og skoraði á liann að lýsa því yfir, að hann hefði ritað þessi orð með ofmiklum hita og bráSiæði, og að ásetningur hans með greininni hefði ekki verið sá, að rýra eða kasta skugga á kirkju vora og kristindóm. Þessu bréfi svarar séra Matthías svo í KirkjublaSinu, I. bls. 80: „Þetta get ég einnig gjört, og gjöri hér með, og það því fremur og fúslegar, sem aðaltilgangur minn var einmitt sá, að efla og auka álit og sóma þess kirkjufélags, sem ég tel mér sæmd og ávinn- >ng að þjóna, svo lengi sem mér er gefið viðunanlegt frelsi til að fylgja sannfæringu minni og halda eftir megni minn elzta og dýrasta eið, að þjóna fremur Guði en mönnum". Svarið er djarfmannlegt og drengilegt. Enda lét biskup þar við sitja. En út af grein séra Matthíasar og þessu svari hans spunn- nst blaðagreinar nokkrar. Þórhalli Bjárnarsyni, ritstjóra Kirkju- blaðsins, síðar biskupi, þótti Matthías að vísu hafa kveðið helzt til Kast að orði i grein sinni, en varði liann þó röggsamlega gegn séra Jóni Bjarnasyni, forseta vestur-íslenzka kirkjufélagsins og ''itstjóra Sameiningarinnar, og sýndi fram á veilurnar í röksemda- færslu hans gagnvart séra Mattliiasi. Þórhallur stóð í rauninni miklu nær séra Matthíasi en ándstæðingar hans og færðist æ meir í frjálslynda ált eftir því, sem aldur færðist yfir hann. En Matthías liafði þarna rofið það skarð í kreddumúrinn, sem leiddi smám saman til þess, að múrinn var jafnaður við jörðu og kenn- nigarfrelsi presta og alment liugsunarfrelsi viðurkent. Er þar ýmsra ágætra manna að minnast, bæði lífs og liðinna. En e. t. v. oigum vér Matthíasi það að þakka meira en nokkrum manni öðr- um, hve kirkja vor er orðin víðsýn, frjálslynd og umburðar- iynd. Skáldfrægð lians og andagift ruddu brautina. Og það var gleðilegur vottur straumhvarfanna, þegar Matthías, sem eitt sinn bafði verið nærri talinn vargur í véum kirkjunnar, var fyrstur manna kjörinn doktor í guðfræði við hinn unga liáskóla vorn. Matthías var vel að þeirri sæmd kominn. En liáskólanum var okki siður sómi að þessari ráðstöfun sinni. Mattliias bristninnar átti sammerkt við marga aðra hina beztu menn um það, að hann hafði ekki eignast trúarvissu sína

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.