Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 24
384 S. V.: Matthías Jochumsson. Kirkjuritift. hafa þegar unnið sér söniu vinsældir sem hinir eklri, en allir munu þeir eignast þær í framtíðinni. Kirkja vor mun æfinlega minnast með ást og þökk höfundar þessara dásamlegu sálma og geyma þá meðal dýrustu gripa sinna. Fyrir nokkrum árum var það eitt sinn, á köldu vori og gróður- litlu, að ég var orðinn all-áhyggjufullur um hag fénaðar hjá al- menningi, ef veðurfar breyttist ekki fljótt til batnaðar. I>á dreymdi mig eina nótt, undir morguninn, að ég heyrði sungið margraddað og fagurlega þetta vers: „Ó sjá þú drottins björtu braut, þú barn, sem kvíðir vetrar þraut, í sannleik, hvar sem sólin skín er sjátfur Guð að leita þín“. ]>egar ég vaknaði þóttist ég heyra óminn af söngnum. Mér þólti draumurinn góður, því ég þóttist vita, að hann vissi á vorboða. Sú varð líka raunin á. Vorhretin voru þrotin og sum- arið komið. Draumur þessi hefir orðið mér minnisstæður og kær, einkum vegna þess, að ég er sannfærður um, að ef þjóðin okkar öll gæti tignast það sólskin guðstrausts og barnslcgrar kristilegrar trúar, sem ljómar i þessu versi og öðrum beztu ljóðum og sálmurn séra Matthíasar, þá mundu vorhretin I þjóðlífi voru þrjóta og sumar- blíðan ganga í garð. Þá mundi hér verða „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut". Guð gefi að svo megi verða, og að vér getum unnið að þvi, hvert í sínum verkaliring. Guð blessi Matthias Jochumsson og minningu hans. Sigurðiir Vigfússon.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.