Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.11.1935, Qupperneq 36
396 S. V.: Frelsi. Kirkjuritið. á kjörum og högum hverrar stéttar, en ekki sízt starfandi trú, trú á landið, trú á framtiðina, trú á Guð, ekki aðeins í alheims- geimi heldur einnig í sjálfum oss. Og landvarnarlið vors unga frelsis, það skyldi aldrei verða vopnaðar hersveitir æfðar til að veita öðrum sár og bana. ís- lenzkt landvarnarlið, það er þjóðin sjálf, þjóðin öll, ungur og gamall, karl og kona. Og hún skyldi æfð til iðju og starfs, henn- ar vopn áhöld þau, sem yrkja landið og láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt, hennar floti fiskibátarnir og kaupskipin, sem færa björgina á land. Og í stað hervirkja skyldi hin íslenzka þjóð reisa iðnsmiðjur, þar sem íslenzk framleiðsla er unnin til nytja og gagns einstaklingum og þjóð. íslenzka þjóðin tók ekki frelsi sitt með valdi. Það gefur oss vonir um, að frelsið megi brosa i faðmi hennar, eins og barn við móður, og verða henni til farsældar og gagns. íslenzki fáninn, tákn þjóðfrelsisins, hann er ennþá fagur og hreinn. Hann hefir aldrei, eins og fánar stórþjóðanna, verið ataður í saklausu blóði. En ef þjóðin á að geta haldið frelsi sinu óskertu og fána sínum hreinum, þá verður henni að skiljast, ekki aðeins það, að frels- ið er dýrasta verðmætið, sem hún á, heldur hitt, að hún getur ekki haldið frelsinu hjá sér eins og hræddum og vængstýfðum fugli í búri. Frelsið verður að geta brosað í faðmi hennar eins og barn við móður. En því aðeins brosir frelsið við þjóðinni, að menning og drengskapur, trúmenska og samúð, siðferðileg festa og starfandi trú skipi öndvegið i sálum þegnanna. Þar sem andi drottins er, þar er frelsi. Mætti þjóðin skilja það, að undir þessu er framtíðargæfa og frelsi hennar komið. Mætti hún, smáþjóðin við hið yzta haf, sýna stórþjóðunum það í framkvæmd og verki, að þar sem andi drotlins er, þar er frelsi. Amen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.