Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.11.1935, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. KIRKJUMÁL REYKJAVlKUR. Nú hefir verið lagt fyrir Alþingi frumvarp til rumrarp lagt )aga um afhending Dómkirkjunnar til safnaSar- yrir Aipmg . jns j Reykjavík og fjölgun sókna og presta í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Er þetta frumvarp það, sem prentað er í „Kirkjuritinu“, 5. hefti, bls. 220—222, með smá- vægilegum breytingum frá nefndinni, sem þar er sagt frá. En flutningsmaður á Alþingi er Pétur alþingismaður Halldórsson. ... . , Hinn öri vöxtur Reykjavíkur hin síðustu árin or in a sh U vejcjur þvj( ag ekjti er viðunandi, að kyr- rumvarpi. staða sé á hinu kirkjulega sviði, fremur en öðrum. í samræmi við kröfur tímans hefir starfsmönnum höf- uðstaðarins verið fjölgað ár frá ári, eftir þvi sem íbúatalan óx, og starfsskilyrði þeirra bætt á margvíslegan hátt. Nær þetta jafnt til uppeldismála, lögreglumála og verklegra mála. Nægir að benda á aukningu þá, sem orðið hefir á kennaraliði og á byggingu nýrra skólahúsa, einnig i úthverfum bæjarins. Aðeins á kirkjumálasviðinu hefir engin breyting orðið á fyrirkomu- laginu til bóta. Aðeins ein kirkja fyrir söfnuð þjóðkirkjunnar og 2 prestar, eins og áður, þótt i söfnuðinum séu nú nálægt 25 þúsund manns. Þetta mundi í hverju kristnu landi vera talið óþolandi ástand, og bersýnilegt er, að ekki verður lengur við slíkt unað. . Tillögur þær, sem i frumvarpinu felast, eiga að yj ti og- tnarka stefnu þessara mála i framtíðinni, og urnar leggja lagalegan grundvöll, er gjöri það fært, að til framkvæmda komist hreytingar þær, sem nauðsynlegar eru á þessum málum, eins fljótt og unt er. En undirstaða allra slíkra breytinga er fyrst og fremst það, að skift verði i sóknir, svo að nýjar stöðvar myndist og kirkjulegum starfsmönnum fjölgi, jafnt lærðum sem leikum, og áhugamenn fái notið sín, hver á sínu afmarkaða svæði. Nú sem stendur er þetta ekki unt á þjóðkirkjugrundvelli án nýrra laga, þar eð ríkið á kirkju safnaðarins og tekur allar sóknartekjurnar. Aulc þess er sókn- arskifting aðkallandi vegna þess, að ef ekkert er að gjört, má

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.