Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 10
4 Ásmundur Guðmundsson: KirkjuritiÖ. Svo vel hefir móðirin vafið oss tveimur treflunum. Oss ætti ekki að verða kalt, hvorki á höfði né hjarta. Það sannast enn um þjóðina, sem skáldið kvað til móður sinnar: „Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan Irezt hefir dugað mér við stormana, helið og hjúpinn". Ef til vill er þjóðin lítiltrúuð á kraftaverk. En liorfi hún aðeins til baka yfir feril sinn, sér hún undursam- legt kraftaverk. Þótt hún hafi senn verið sorfin ísum og eldi harin og yfir hana hafi gengið erlend og innlend kúgun og harðstjórn, hungur, hallæri og drepsóttir, og sú óáran, sem verst er, óáranin i mannfólkinu, sundrung og l'lokkadrættir, þá lifir liún enn með óbrotna limi og kjark. „Eftir þúsund óra spil, ægirúnum skrifað, eitt er mest að ertu til, alt sem þú hefir lifað“. Og' það er ekki aðeins, að hún lifi, lieldur á hún enn afl og stórliug lil voldugra átaka. Hvað veldur? Trú hennar á Guð. Eða í dýpstum skilningi — sá, sem trúna gaf. Guð hefir gjört krciftaverk á þjóðinni. Hann vill gjöra það enn. Hann vill ekki, að saga þjóð- arinnar verði svo endaslepp, að henni ljúki i raun og' veru undir jöklinum. Hann leitar alls þess, sem gott er í sál hvers manns, er lifir með þjóðinni. Hann er reiðu- húinn til þess að hefja það, hrjóta af því helfjötrana, hræða hjartnanna ís. En sama lögmálið gildir enn sem á Gyðingalandi forðum, er sonur hans Jesús Ivristur gekk um kring og gjörði gott. Trú mannanna var skilyrðið fyrir því, að hann gæti gjört á þeim kraftaverk. Þar sem vantrúin réði, var þess enginn kostur. Ef þjóðin gengur af trúnni á Guð réttlætisins, sannleikans, kær- leikans, frelsisins og friðarins, þverskallast og afneitar honum í líferni sínu, þá er glötunin vís. Þá sígur jökull- inn áfram vfir hana. — En einlæg trú, harnsleg og traust,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.