Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 17
Kirkjuritið. Sjálfstæði íslenzku kirkjunnar. 11 og stjórnandi allra andlegra mála kirkjunnar og yfir- maður starfsmanna hennar, kosinn af prestastéttinni, og annar maður, í bráðina nefndur kirkjumálastjóri, sem hefir á hendi alla yfirstjórn veraldlegra mála kirkj- unnar, fjárstjórn, umsjón með eignum hennar o. s. frv., kosinn af meðlimum kirkjunnar, eftir nánari reglum. Koníið gæti til greina þriðji maður, skipaður af ríkis- stjórninni, en það er mikill vafi á, að sú íhlutun sé rétt- mæt, og hún er óþörf, þar sem kirkjan á að heyra undir kirkjumálaráðherra. Til þess að sýna, að kirkjan standi utan við stjórnmáladeilur og flokkaskiftingu í lands- málum, skulu í þeim efnum gilda sömu reglur um framkvæmdastjórn kirkjunnar og dómendur Hæsta- rétlar. Auk stjórnarinnar hefir kirkjan sínar héraðs- stjórnir, ef svo má segja, á sama hátt og nú gjörist. Prófastsdæmi, prestakóll og sóknir ráða sínum sérstöku málum, sóknirnar hafa sinn eigin fjárhag og fjárfor- ráð að ýmsu leyti, kirkjuhald o. s. frv., samkvæmt á- kvæðum, er þar um verða gjörð. Öll kirkjuskipunin verði samkvæmt lögum, sem, eins og áður er sagt, verði sett um Þjóðkirkju íslands, þar sem ákveðið verði sam- bandið milli ríkis og kirkju og ákveðið verði og afmark- að valdsvið og starfsvið kirkjustjórnarinnar, og enn- fremur afstaða guðfræðideildar Háskólans til ríkis og kirkju, eða sú skipun önnur, er kvnni að verða gjörð á mentun prestaefna, sem að mínum dómi ættu jafnframt að hafa kennaramentun og kennararéttindi. Ivirkjuráðið ákveður, í kirkjusamþykt, skipun ])restakalla, en kon- ungur veitir prestaembættin, samkvæmt tillögu fram- kvæmdastjórnar, að undangenginni kosningu. Ríkið leggur þjóðkirkjunni til fje, og her að trjrggja þenna stuðning ríkisins með ákvæði í stjórnarskránni. Koma þar til greina, að mínum dómi, þrjár leiðir. Hin fyrsta, að ríkið leggur fram ákveðna fjárhæð árlega, á fjárlögum. Sú upphæð, sem á síðustu fjárlögum er ætluð til kirkjumála, er 378 þús. krónur, sem má telja lág-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.