Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 20

Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 20
14 Árni Árnason: Kirkjuritið. Þá er að minnast á þá annmarka, sem kunna að virð- ast á þessari skipun kirkjumálanna, og nokkurar af þeim mótbárum, sem fram munu koma. Það er þá fyrst, að ríkið, þ. e. a. s. Alþingi og ríkis- stjórnin, muni ekki samþykkja breytinguna, eða öllu heldur, að ekki muni fást fjárframlagið úr ríkissjóði, ef kirkjan er þannig aðskilin frá rikinu. Ég skal persónu- lega engum getum að þvi leiða, enda myndi reynslan ein skera þar úr. En þar sem rikið á annað borð leggur fram fé til kirkjumála, sem hefir liækkað úr ca. 280 þús. árið 1931, upp í 378 þús. á fjárlögum árið 1937, eða um nærri 100 þús. kr., þá virðist ekki vera skvnsamleg ástæða til þess, að ríkið kippi að sér liendinni, þótt breyting yrði á fyrirkonmlagi kirkjumálanna, og það má ekki ætla, að ríkið hafi liingað til lagt fram féð eingöngu til þess að fá að ráða yfir kirkjunni. Sú röksemd, að rílcið vilji ráða, hvernig því fé er varið, sem það leggur fram, nægir ekki lieldur, því að annars vegar leggur ríkið fram stór- fé til vísinda, bókmenta og lista án þess skilyrðis, og bins vegar á kirkjan að geta sýnt það og sannað, hvenær sem er, að fénu sé varið til þess, sem það er ætlað, þ. e. til kristnihalds og kirkjulegrar starfsemi í landinu. Hinu má aftur á móti búast við, að ágreiningur kunni að verða um uppliæðina. í öðru lagi mætti færa það fram, að aðrar trúarstefn- ur og skoðanaflokkar myndu rísa upp, og heimta bin sömu fríðindi. Þess er þá fyrst að gæta, að kirkjan er þjóðkirkja eftir sem áður, þótt sjálfstæði hennar sé auk- ið, og í annan stað eru sérstrúarflokkar hvorki margir né fjöhnennir hér á landi og ekki miklar líkur til, að þeim aukist mjög fylgi með þjóðinni. Annað mál er um sérstakar skoðanastefnur, svo sem spiritisma og guð- speki. En þar sem þessar stefnur eru yfirlýstar rann- sókna- og fræðslustefnur, en ekki trúarflokkar, þá geta þær ekki borið sig saman við kirkjuna, en aftur á móti farið fram á ríkisstyrk til rannsóknastarfsemi. Hvort

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.