Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 24
18 Arni Árnason: Kirkjuritið. ið dregin úr höndum hennar. Alt þetta virðist mér svip- að því, að umsjón lieilbrigðismála i liéraði væri tekin af héraðslækni og fengin heilbrigðisfulltrúa úr leikmanna hóp. En það tjáir ekki að sakast um orðna liluti, heldur verður að reyna að kippa í liðinn og stöðva blóðrásina. Ég ætla mig ekki til þess færan, að seg'ja fyrir um með- ferðina í þessu efni, þótt ég fari fáeinum orðum um þessa lilið málsins. Til þess að efla kirkjulífið og áhrif kirkjunnar verður að neyta sams konar ráða og tíðkast til þess að útbreiða og efla stefnur og áhugamál yfirleitt, þ. e. a. s. að reyna, með lifandi sannfæringu og vakandi áhuga, í ræðu og riti, að vekja trú á gagn og nauðsyn málsins, og með sí- feldum áróðri að vekja viljann til þess að vinna stefn- unni gagn. Það, sem fyrir mér vakir, er þetta: I fyrsta lagi verður að koma þjóðinni í skilning um, að trúarlífi hennar, og þá fyrst og fremst barna og unglinga, og þar með siðferðislífi og heilbrigðu andlegu lífi yfirleitt, er stefnt í voða, ef ekki verður tekið í taumana og liætt- unni afstýrt. f öðru lagi þarf að rísa sérstaklega á móti trúleysisstefnunni, eins og þegar var drepið á. Þykir mér liklegt, að það muni kosta sérstakt starf, og ekki lítið, að búa sig til þeirrar viðureignar. En lijá því verður ekki komist, því að rök verða heimtuð og að kenning sé i samræmi við skynsemi og þekkingu. í þriðja lagi verður að vinna að því, eindregið og marlcvist, með lægni og dugnaði, að kirkjan nái aftur sem mestum tökum á upp- eldis og fræðslumálum yfirleitt, og öðlist sem mest áhrif á meðferð allra andlegra mála. í fjórða lagi verður að koma því til leiðar, að starfsemin innan kirkjunnar verði almennari og fjölbreyttari en verið hefir. Prest- arnir eiga vitanlega að vera lífið og sálin í framkvæmd- unum, en þeir eiga ekki að vera liinir einu starfandi menn í söfnuðunum. Ég ætla mér ekki að lýsa nánar slíku starfi, og prestunum er að minsta kosti kunnara en mér um slíka starfsemi í nágrannalöndunum. Það þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.