Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 30
21 J. H.: Dómkirkjan í Reykjavík. Kirkjuritið. það kostnaðarsamt mjög og nánasarskapur stjórnarherranna til fjárframlaga í þarfir dómkirkjunnar meiri en góðu hófi gegndi. Loks koni lit konungsbréf þess efnis 1846, að „dómkirkjuna í Reykjavík skuli rífa og byggja upp aftur veglegri og stærri en áð- ur og er svo ráð fyrir gert, að það muni ganga lil þess 25 þús- undir ríkisdala". Segir svo i Reykavíkur-póstinum (I bls. 108): „Er stjórnin búin að taka skip af 232 lesta stærð á leigu, sem á að flytja út hingað siniði, múrstein og áhöld lil kirkjusmíðisins, en lokið skal smíðinni svo að kirkjan sé albúin með nýári 184!)“. Ekki varð þó úr þvi að gamla dómkirkjan væri rifin, eins og upphaflega liafði verið áformað, heldur var það ráð tekið að stækka gömlu kirkjuna á þann hátt, að hækka veggina, svo að setloft fengist i hana alla, og til þess að geta fjölgað sætum á gólfi, var gerð kórstúka austur úr henni og forkirkja vestur úr. Mun þetta hafa verið gerl að ráðum Jörgens Hansen Koch bygg- ingarmeistara í Khöfn'), en hann sendi hingað danskan mann, Schjötl að nafni, til þess að standa fyrir smíðum. í ágúst 1847 er hin stækkaða kirkja komin undir þak. Segir svo í Rvíkur- pósti (II 170): „Dómkirkjusmíðinu er nú komið svo langt á leið, að kirkjan er komin undir þak, verður það veglegt musteri og víst það fegursta, sem hér (á laiuli) hefir nokkuru sinni verið, enda stendur æfður byggingameistari fyrir smíðinu. Kirkjan sjálf heldur sömu breidd og lengd sem áður, nema kórnum er bætt við og forkirkjunni; er kirkjan nú miklu hærri en áður; þvi hún er IIVÍ' alin undir loftið en 1!) undir mæni; verða stúkur (þ. e. vegg- svalir) beggja megin undir lofti, hérumb. 8 áln. upp frá gólfi; turninn frá jörðu er 36 álnir. Kórinn og forkirkjan eru hvort um sig miklu mjórri og lægri en sjálf liirkjan, og er kórinn !) álnir á lengd, en forkirkjan 8, en breiddin 10 álnir.A loftinu er stiftsbókasafninu ællað rúm og bókasafni prestaskólans.. Má hér af ráða, að kirkjan verður, eins og nú var sagt, veglegt liús, en ekki verður smíði hennar lokið, fyr en að sumri komanda". í nóvember um liaustið er aftur minst á smíði dómkirkjunnar í Rvíkur-póstinum: „Dómkirkjusmiðinni er einlægt haldið áfram; eru hér enn yfirsmiðurinn, 4 trésmiðir og 2 múrsmiðir. I'að er fyrir löngu búð að leggja loft í kirkjuna og nokkuð af gólfi og langt komið ineð setupallana uppi. Steinþakið (Skiferþak eða þursabergsþak) reynist ágætlega og lekur ekki einum dropa. Þyk- *) Það mun naumast rétt, sem segir i „Þegar Reykjavík var fjórtán ára“ (bls. 70), að Winstrup húsameistari hafi gert upp- drátt að hinni nýju kirkju. Winstrúp gerði aftur á móti uppdrátt- inn að latinuskólanum og stóð fyrir byggingu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.