Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 14
8
Árni Árnason:
Kirkjuriti'ð.
ríkis og kirkju, þ. e. tillögum mínuin um sjálfstæði hinn-
ar íslenzku kirkju. Ég mun ekki endurtaka það hér, sem
cg þá sagði um slarfssvið prestanna, né lieldur fara út
í að leiða rök að því, hve öflugur þáttur trú og kirkjulíf
er í eflingu manndygða og sálubótar með þjóðinni. En
ég byrja á því að líta á, hvernig samhandið milli ríkis
og kirkju er og á að vera. Kirkjan er, sem kunnugt er,
samfélag kristinna manna, stofnað og starfrækt af fús-
um og frjálsum vilja meðlimanna. Hún er félag trúaðra
manna um það, að rækja trú sína sameiginlega, taka
á sig í sameiningu þær skvldur og njóta sameiginlega
þeirra andlegu gæða, sem trúarsamfélagi eru samfara.
Kirkjan er því einkastofnun og í eðli sínu óliáð ríkinu,
enda eru dæmin um fríkirkju og fleiri söfnuði næg sönn-
un þess. Það liefir og ekki verið dregið í efa, að kirkjan
liafi fulla heimild til þess, að segja skilið við ríkið. En
ríkiskirkja, eða þjóðkirkja, bvggist á tvennu. Þjóðfélag-
ið, ríkið, metur gildi kirkjunnar svo mikils, að það vill
styðja hana og vernda, eins og 57. gr. stjórnarskrárinnar
mælir fyrir, og hinsvegar er kirkjunni það stuðningur, að
njóta fulltingis ríkisins. Hugsunin með sambandinu er
vitanlega liagur beggja aðila. Sambandið er frjálst og
óbundið, og hætti annarhvor aðili að sjá sér hag, eða
sjái sér meira að segja óliag í því, þá er ekkert eðlilegra,
en að losað sé um sambandið eða því verði alveg slitið.
Það hefir verið gjörð glögg grein fyrir því, að hér á landi
er risin upp sú stefna i löggjöf, að fækka prestum þjóð-
kirkjunnar að miklum mun, og ekki séð fyrir, hvar sú
fækkun nemur slaðar. Með því móti er dregið úr starfi
og áhrifum prestanna, einkum svo nefndu sálusorgara-
starfi og' undirbúningi barna í kristnum fræðum, og er
þetta kirkjunni svo augljós hnekkir, að ekki er þörf á
að ræða það frekar hér á þessum stað. Mál þetta hefir
og hlotið maklegar óvinsældir víðsvegar í söfnuðum. En
auk þess, sem þetta er ranglát og óverðskulduð breytni
gag'nvart kirkjunni, þá er það i eðli sínu rangt g'jört af