Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 16

Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 16
10 Árni Árnason: KirkjuritiS. stefnnr, eða trúarlíf kulnar út víðsvegar um landið. Og á meðan hinir trúuðu meðlimir þjóðfélagsins eru í mikl- um meiri hluta, þá eru þeir meiri hluti ríkisins. Þetta er einmitt hið eðlilega og öfluga samhand á niilli ríkis og kirkju, að það eru sömu trúuðu einstaklingarnir, sem mynda kirkjuna og ríkið að miklu leyti. Ivirkjunni er það hinsvegar einnig augljós hagur, að njóta fjárhags- legs stuðnings lijá ríkinu og lagaverndar. Til þess að ráða bót á þeim misfellum, sem nú eru að verða á samhandi rikis og kirkju, hefir mér komið í hug sú leið, að kirkjan fái sjálf í hendur stjórn sinna eigin mála, verði sjálfslæð stofnun, en sé í sambandi við rikið og njóti stuðnings þess. Ég vil þá lýsa því nokkuru ítar- legar, hvernig ég lmgsa mér þessu fyrir komið, og nefna þá helztu annmarka, sem ég get búist við, að á þessu verði álitnir að vera. „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi og skal rikisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“, eins og stendur í 57. gr. stjórnarskrárinnar, en hún á sjálf að hafa á hendi alla stjórn sinna mála, samkvæmt sérstökum lögum. Kirkjan á, samkvæmt til- lögu minni, að vera í samhandi við ríkið að því lejdi, að hún er undir yfirstjórn konungs og kirkjumálaráð- herra. Stjórn kirkjumálanna á að vera í höndum kirkju- ráðs — eða kirkjuþings —, og kirkjustjórnar. Kirkjuráð- ið, — eða kirkjuþingið —, sem liefir sama vald í sér- málum kirkjunnar eins og Alþingi i almennum þjóð- málum, gjörir ákvarðanir og samþvktir um málefni kirkjunnar, þ. e. a. s. selur kirkjunni lög, sem skulu öðlast staðfestingu konungs,með undirskrift kirkjumála- ráðherra. í kirkjuráðinu, — eða kirkjuþinginu —, eru kjörnir fulltrúar kirkjunnar, starfsmenn hennar og leikmenn, samkvæmt ákvæðum, er um það verða sett. Framkvæmdarvald kirkjunnar á að vera í höndum framkvæmdastjórnar. í lienni skulu sitja tveir menn, biskup, sem samkvæmt stöðu sinni er umsjónarmaður

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.