Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.01.1937, Blaðsíða 45
Kirkjuritið. Frá Lundarprestum á 19. öld. 39 Börn þeirra hjóna, sem enn eru á lífi, eru þessi: Páll framkvæmdarstjóri í Reykjavík, Kristín læknir, kona Vilmundar Jónssonar landlæknis, og Ásta, kona Ólafs Bjarnasonar bónda i Brautarholti. Ég hygg, að alt frá landnámstíð hafi 19. öldin verið mesta búferlaöld hér á landi. Er það líkt um bændur og presta. Þó hafa prestar jafnan orðið að færa sig lengra um set. Hér er eitt glögt dæmi i þessu máli af 19. aldar prestum á Lundi. Níu af þeim flytja sig burt og hafa svo sumir hverir brauða skifti aftur og aftur. Fyr á tímum virðist hafa verið yf- irleitt miklu meiri kyrð á prestum. Því til sönnunar vil óg benda hér á það, að i prestatali Sveins Níelssonar eru ekki taldir nema níu þjónandi prestar á Lundi frá 1542 til 1790, eða meira en hálfa þriðju öld. Fvrir þann tíma nefnir hann þar aðeins tvo presta, Þórð Sigurðsson Lundarskalla, 1120, og Gíslci, sem hann gjörir enga grein fyrir að öðru leyti en því að láta nafn lians getið. í þessum þætti hefi ég bundið mig við 19. aldar presta n Lundi. Þó þykir mér ldýða að láta hér að síðustu getið séra Sigurðar Jónssonar, sem kom að Lundi 1902 við burtför séra Ólafs og dvaldi þar til æfiloka 1932. Fékk liann, sem aðrir prestar á því tímabili, mjög að kenna á tómlæti í kirkjurækni, þótt hann væii á ýmsa lund vel lát- inn í sveit sinni og sóknum. Gestrisinn og hýr heim að sækja, skýr i tali, skáldmællur vel, en dulur og fámáll í fjölmenni. Ivona hans var Guðrún Sveinsdóttir, Sveinsson- ar prests Níelssonar. Býr hún enn á Lundi. — Við and- lát séra Sigurðar féll Lundur úr tölu prestsetra og lagð- ist við Hestþing. Kirkjan stendur þar enn, og er kirkju- sóknin óbreytt. Verð ég að ljúka liér þessu litla ágripi af sögu Lund- arpresta á 19. öld, þótt margt sé ósagt, er vert væri að minnast, og e. t. v. eitthvað sagt, sem hefði mátt kyrt liggja. Kristleifur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.