Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.01.1937, Qupperneq 25
Kirkjuritið. Sjálfstæði islenzku kirkjunnar. 19 að vinna fyrir börnin og heimilin, vinna fyrir ungling- ana, og safna þeim í kristilegan félagsskap, þar sem því verður við komið. Félagsskapur er í samræmi við eðli unglinga, og kirkjan ætti að nota sér liann betur en gjört befir verið. Þarf ekki annað en benda á K. F. U. M. sem gott dæmi um gagnsemi sliks félagsskapar. Þar við bæt- ist svo alt starfið meðal hinna fullorðnu og fvrir þá, sem in. a. miðar að eflingu kirkjulífsins, viðlialdi og endur- bótum á kirkjunum, auk ýmsrar bjálpar og líknarstarf- semi, svo að nefnd séu örfá dæmi. Það er skoðun mín, að bin nýja kirkjuskipun, ef framkvæmd yrði, mvndi miða að því, að vekja áhuga og ábyrgðartilfinningu í söfnuðunum og auka hana. Hún gæti ef til vill sameinað kosti þjóðkirkju og fríkirkju. Þetta, sem ég' hef vikið að nú síðast, er að sumu leyti utan við sjálft málefnið. En jafnframt því, sem rætt er um framtíðarborfur og framtíðarfyrirætlanir kirkunnar, virðist mér rétt, að líta á þá örðugleika, sem eru á leið- inni, og hvernig við þá verði ráðið. Eg hefi nú gjört grein fyrir skoðun minni á bag og horfum kirkjunnar og' tillögu minni um þær breytingar, sem ég hygg, að mættu verða til bóta. Vil ég' ljúka máli mínu með því, að láta í ljósi trú á sigur kirkju vorrar, von um, að takast inegi sem fyrst, að finna leiðir til úr- lausnar á vandamálum hennar, og með bæn um, að starfs- inenn liennar öðlist kraft lil þess, að bera merki lienn- ar fram til sigurs. Árni Árnason. o*

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.