Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 27

Kirkjuritið - 01.01.1937, Síða 27
Kirkjuritið. Vestur-íslendingar. 21 un félagsins og gegndi forsetastörfum til 1915. Mun lnin öðrum konum fremur hafa markað stefnu þess. Þroska- ferill þess er glæsilegur. Það hefir unnið margskonar liknarstörf af mikilli fórnfýsi, m. a. lialdið uppi kven- djáknastarfi. Það átti mestan og' beztan þáttinn í því, að gamalmennahælið Betel var reist, og gaf lil þess 3000 dollara árið 1913. Nú er aðeins ein á lifi þeirra kvenna, sem stofnuðu félagið. En það eflist slöðugt að nýjum starfskröftum, og' hefir flokkur ungra kvenna nýlega gengið lil samvinnu við liinar eldri. „Bandalag lúterskra kvenna“ gefur út fjölbreytt og læsilegt ársrit, er Árdís nefnist, og liefir Kirkjuritinu nú borist 4. liefti þess. Margt fleira mætti enn telja, þótt það verði ekki gjört hér að þessu sinni; enda nægir þelta til þess að sýna, að full ástæða er fyrir oss til að fylgjasl vel með starfi landa vorra vestan hafs að kristindómsmálum, og að gott má af því læra. Það á einnig að vera oss ljúft og skylt, því að }>ótt Atlants-straumur skilji í milli, þá rennur sama blóð i æðum hvorratveggju báðu megin liafsins. Hvergi liefi ég fundið sterkari ást lil íslands en lijá Veslur-íslending- um. Henni er rétl lýst i kvæðum Stephans G. Stephans- sonar, eins og hún er í lífi og dauða. Hann tekur ekki of djúpt í árinni. Þeir þrá sannarlega og elska íslands hvítu móðurhönd. Þannig veit ég t. d. um Vestur-lslend- ing, sem tókst ferð á hendur lil þess að sjá krækiherja- lyng nýkomið að heiman, hann horfði lengi hugfanginn á það, en lét sér það ekki nægja, lieldur þreifaði með rótimii lil þess að vila, hvort ekki tyldi við íslenzk mold, mjúk og fíngerð. Nokkuru síðar dó lyugið, og þá hugs- aði hann: „Svona erum við ísleudingar. Við lifum ekki nema í islenzkri mold“. Og marga þeirra hefi ég þekt, er hafa þráð það lieitar en flest — ef ekki alt annað, að fá að lokum að hera beinin í íslenzkri mold. Á óteljandi hátt má sjá ást þeirra og' ræktarsemi við Island. Blöð

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.