Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1938, Side 43
Kirkjuritið. Iijartablað trúar vorrar. 413 áfellisdómur yfir sjálfum oss, breytni vorri og öllu lífi voru. Frammi fyrir honum skilst oss til fulls, til hvers Guð ætlast af oss, hvernig liann vill að vér séum og' verð- um. Eins og líf Jesú var, svo á einnig líf vort að vera. Heilagt líf Jesú hlýtur þvi að sannfæra oss um synd vora, og með syndar-vitundinni fylgir aftur sektar-vitund- in, sem einatt reyndist mönnunum þyngri hyrði en þeir gátu borið. Ogþá vaknar spurningin: Mín þreytta önd — Iivar má hún finna hvíld! Nú skyldi maður ætla, að meðvitundin um kærleiks- eðli Guðs, eins og Jesús Kristur hefir i kenningu sinni opinberað oss það, nægði til þess að þíða mannssálina, sem sektarvitundin angrar. En þetta er ekki svo. Við vitum öll í hvílíku hugarstríði Páll postuli átti út af sárri tilfinningu sektar sinnar. Hann þekli ekki síður en vér kærleikseðli Guðs, en honum fanst með réttu ó- hugsandi, að hann gæti orðið Guðs fyrirgefandi kær- leika aðnjótandi, nema Guð sjálfur ætti frumkvæðið að því og sýndi honum í verki lmgarstefnu sína í lians garð. t>að er næsta alkunn staðreynd, að sá sem gert liefir á hluta annars, ber kala til lians, af þvi að liann hefir bitið sig fastan i þá hugsun, að liinn móðgaði aðili hljóti að vera sér óvinveittur og bera þungan hug til sin. Þetta er nákvæmlega eins i afstöðu syndarans gagn- vart Guði. Af því að syndarinn, sem lifir í vondum verk- um, veit sig brotlegan við Guð, gerir liann ráð fyrir sjálf- sagðri ónáð Guðs sér til handa og gerist þess vegna „ó- vinveittur í huga“ og það svo, að liann jafnvel hleður synd á synd ofan aðeins til þess eins og að „hefna sin á Guði“ vegna ímyndaðrar reiði hans. Til þess að rjrðja burt þeirri röngu skoðun syndarans, að Guð væri honum reiður vegna synda hans, hefir Guð framselt son sinn í dauðann, ekki til þess að sonurinn hætli fyrir hrot syndarans og gerði Guði með þvi mögulegt að fyrirgefa syndirnar, heldur til þess að birta syndaranum bjarta- þel sitt til hans og gera syndaranum mögulegt, að færa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.