Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 34
320
Magnús Guðmundsson:
Október.
í Kristi er oss boðið alt, sem lielgast og iiáleitast er. Það
eitt er að þiggja kvöldmáltíð drottins, að þiggja gjöf hans
í Jesú Kristi. Guð gefur Jesú Krist og ekkert annað-
Og það er líka nóg, því að í honum gel'ur hann alt sem gildi
hefir fyrir þetta líl' og hið komandi.
Sá, sem tekur á móti Jesú Kristi og þiggur náð hans,
hlýtur því alt það, sem dásamlegast er.
Og hvað fæst hjá Jesú Ivristi? Guðs orð segir: Endur-
lausnin er í Jesú Krisli. I honum er oss aumum syndur-
um hoðin fyrirgefning allra synda. „Þann, sem ekki
þekti synd, gjörði hann að synd vor vegna.“
Það er dýrlegt að eignast fullvissu fyrirgefningarinnar.
Sá, sem hefir lifað ])á dýrðarstund að mæta Kristi og fó
hjá honum þessa fullvissu, mun aldrei gleyma dýrlegasta
augnabliki æfi sinnar.
Syndarinn, sem ekki |)orði að koma til Guðs, sem fyrir-
varð sig fyrir eymdarástand sitt og áræddi þvi ekki til
Guðs svona aumur, hann getur ekki gleymt Jesú, frelsar-
anum, sem kom lil hans og fann hann, og leiddi hann
sem annan syndara að náðarhorði (iuðs.
Slíkum stundum er ekki hægt að gleyma, né lieldur er
mögulegt þeim að lýsa.
Og i Kristi fæst mcira en fyrirgefning ein. í honum fajst
hin sanna gleði og hamingja. „Ef einhver er í Kristi er
hann ný skepna. IJið gamla varð að engu. Sjá, það er orðið
nýtt“.
Það er komið nýlt viðhorf til lífsins. Þólt lífið hafi áður
verið hyrði og kvöl, er það orðið þrungið af sælu og ham-
ingju. Heilagur umskapandi kraftur hefir gagntekið sál-
ina. „Alt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan
gjörir.“
Og svo er hið allra hezta og dýrlegasta. „Sá, sem etur
mitt hold og drekkur mitt blóð, hefir eilíft lif“, segir Jesús.
Eilíft líf, eilíft dýrðarlíf hjá Guði er oss gefið í Jesú Kristi.
I samfélagi við alla Guðs útvalda er oss af Kristi sjálfum
húinn staður í ríki himnanna.