Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 48
334
V. G.: Ólíkar kirkj ur.
Óktóber.
öll plögg í fullu lagi til Danmerkur á næsta hausti. Hvaða árang-
ur varð af þessu, sést nú ekki. Löngu síðar koma í ljós tvö bréf
frá Magnúsi Stephensen.
9. 1813. 20. ágúst ritar Magnús Stephensen í Við'ey bréf til Geirs
biskups á Lambastöðum. Vill hann láta Viðeyjarbúa ráða því
sjálfa, hvort þeir vilji kosta messur, 4 árlega, og viðhald lcirkj-
unnar, eða að Viðey verði lögð til Reykjavíkur- eða Gufuness-
sóknar.
10. 1817. 6. júní, til sama. Svar við því, livort fólkið frá Engey,
Laugarnesi og Kleppi megi sækja kirkju að Viðey, á meðan Rvk-
kirkja sé í aðgerð. Það var guð-velkomið, og þó meira þyrfti að
nota hana, meðan svo stæði.
Ályktunarorð.
Af þessum lieimildum, sem nú eru fundnar, virðist mega draga
nokkurar ályktanir:
1. Án nokkurs stuðnings frá klerkastétt eða kirkjuvöldum lands-
ins, hefir Skúli fógeti einn barist fyrir því, að koma upp fyrstu
steinkirkjunni á Suðurlandi.
2. Sjálfur telur hann sig hafa bygt þessa kirkju í Viðey, að
öllu leyti á sinn kostnað. — En þó er að vísu liætt við, að beint
eða óbeinlinis liafi gengið til byggingarinnar eittlivað af opinberu
innheimtu fé, sem þeir feðgar og fógetar í Viðey áttu svo erfilt
með að gera full skil fyrir síðar.
3. Kirkjan er bygð eftir nákvæmum uppdrætti einhvers húsa-
meistara Dana 1765, og rétt vafalaust eftir áeggjan og fyrirmæhuu
Skúla. Líklegt er, að kirkjan liafi verið reist aðallega árin 1770-—
1773. Þá er hún fuilsmíðuð, prýðilega vönduð að öllum frágangi,
og messað í henni fyrst um jólin 1773. Síðan eru því nær 166 ár.
4. Vafalítið vil ég telja, að þetta afrek Skúla liafi ýtt undir og
hrundið á stað byggingu næstfyrslu steinkirkjunnar á Suður-
landi, Bessastaðakirkju, sem hafist var handa að undirbúa einmitt
sama árið, sem Skúli lauk við sína kirkju. En þar verður sögu-
legur dugnaðarmunur: Annarsvegar 1 maður, aðeins með heimih
sitt í kirkjusókn. Hinsvegar fjölmenn sókn, fjöldi bæja, og svo
konungur sjálfur með sína æðstu valdsmenn liér að bakhjarli-
Samt varð kirkjan á Bessastöðum ekki messufær fyr en eftir 25
ár, og enn síðar var stöpullinn fullgerður. — Fyrsta steínkirkjan
hér á landi, Hólakirkja, er 10 árum eldri en Viðeyjarkirkja.
5. Vanþakklæti væri það og þjóðarskönnn, að láta grotna niður
af vanhirðu svo veglegan varða, sem Skúli fógeti reisti sjálfum sér.
Vigfús Guðmundsson.