Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 48
334 V. G.: Ólíkar kirkj ur. Óktóber. öll plögg í fullu lagi til Danmerkur á næsta hausti. Hvaða árang- ur varð af þessu, sést nú ekki. Löngu síðar koma í ljós tvö bréf frá Magnúsi Stephensen. 9. 1813. 20. ágúst ritar Magnús Stephensen í Við'ey bréf til Geirs biskups á Lambastöðum. Vill hann láta Viðeyjarbúa ráða því sjálfa, hvort þeir vilji kosta messur, 4 árlega, og viðhald lcirkj- unnar, eða að Viðey verði lögð til Reykjavíkur- eða Gufuness- sóknar. 10. 1817. 6. júní, til sama. Svar við því, livort fólkið frá Engey, Laugarnesi og Kleppi megi sækja kirkju að Viðey, á meðan Rvk- kirkja sé í aðgerð. Það var guð-velkomið, og þó meira þyrfti að nota hana, meðan svo stæði. Ályktunarorð. Af þessum lieimildum, sem nú eru fundnar, virðist mega draga nokkurar ályktanir: 1. Án nokkurs stuðnings frá klerkastétt eða kirkjuvöldum lands- ins, hefir Skúli fógeti einn barist fyrir því, að koma upp fyrstu steinkirkjunni á Suðurlandi. 2. Sjálfur telur hann sig hafa bygt þessa kirkju í Viðey, að öllu leyti á sinn kostnað. — En þó er að vísu liætt við, að beint eða óbeinlinis liafi gengið til byggingarinnar eittlivað af opinberu innheimtu fé, sem þeir feðgar og fógetar í Viðey áttu svo erfilt með að gera full skil fyrir síðar. 3. Kirkjan er bygð eftir nákvæmum uppdrætti einhvers húsa- meistara Dana 1765, og rétt vafalaust eftir áeggjan og fyrirmæhuu Skúla. Líklegt er, að kirkjan liafi verið reist aðallega árin 1770-— 1773. Þá er hún fuilsmíðuð, prýðilega vönduð að öllum frágangi, og messað í henni fyrst um jólin 1773. Síðan eru því nær 166 ár. 4. Vafalítið vil ég telja, að þetta afrek Skúla liafi ýtt undir og hrundið á stað byggingu næstfyrslu steinkirkjunnar á Suður- landi, Bessastaðakirkju, sem hafist var handa að undirbúa einmitt sama árið, sem Skúli lauk við sína kirkju. En þar verður sögu- legur dugnaðarmunur: Annarsvegar 1 maður, aðeins með heimih sitt í kirkjusókn. Hinsvegar fjölmenn sókn, fjöldi bæja, og svo konungur sjálfur með sína æðstu valdsmenn liér að bakhjarli- Samt varð kirkjan á Bessastöðum ekki messufær fyr en eftir 25 ár, og enn síðar var stöpullinn fullgerður. — Fyrsta steínkirkjan hér á landi, Hólakirkja, er 10 árum eldri en Viðeyjarkirkja. 5. Vanþakklæti væri það og þjóðarskönnn, að láta grotna niður af vanhirðu svo veglegan varða, sem Skúli fógeti reisti sjálfum sér. Vigfús Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.