Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 16
302
Árni Sigurðsson:
Október.
er alveg eins og allar hinar mannssálirnar.“ Hún ympraði
ekki einu sinni á því með einu orði, til hvers henni mundi
auðnast að nota valdið.
Þessi snildarlega dæmisaga eða ævintýri varpar björtu
Ijósi yfir efni vort. Þegar mennirnir girnast vald, metorð
umfram alt, gjöra þeir sér í raun og veru enga grein fyrir,
live mikils eða lítils virði þetta er frá æðsta sjónarmiði.
Og því síður gera þeir sér grein fyrir því, til hvers góðs
megi nota valdið. Aðeins að öðlast það, njóta þess og láta
svo á þvi kenna. Hætlan, sem mannkynið nú er statt í, er
fyrst og fremst sprottin frá mönnum, sem girnst hafa vald
umfram alt, en ekki gætt þess, til hvers beri að nota valdið,
og hvaða meginregla eða lögmál eigi þar að ráða, mönn-
um, sem vildu verða miklir, dýrðlegir með mönnum, en
skildu ekki, hvað það er að vera mikill í ríki Krists, eða
liirtu ekki um að vera það, þótli það ekki eftirsóknarvert.
Þeim fór eins og sálinni i ævintýrinu, sem vildi ekki
þiggja kærleikann til mannanna, af því að liann hatði
óþægindi í för með sér, en þáði fagnandi valdið ytu'
mönnunum.
Það er augljóst, hvað Jesús vill í þessu efni. Hann segti
það skýrum orðum: „Sá, sem vill verða mikill yðar a
meðal, hann skal vera þjónn yðar“. Og hann sijnir Þa^
með því að henda á sitt eigið eftirdæmi: „Því að manns-
sonurinn er ekki kominn til að láta þjóna sér, heldur ti*
þess að þjóna, og til þess að láta líf sitt tii lausnargjalds
fyrir marga.“ Það sem gjörir manninn mikinn í ríki Krists<
mikinn fyrir Guði, er kærleikurinn, sem með honum hý'-
Hann er að sama skapi mikill sem liann er ríkur af kær-
leika, því hugarfari, sem Kristur lýsti t. d. í dæmisögunm
um miskunnsama Samverjann, og Páll postuli í 13. kap-
1. Korintubréfs. Sá er í sannleika mikill, sem á þá ÞrJ
sterkasta, eins og skáldið orðaði það, að „fá gert alla menn
vitra og góða“, sá sem hugsar sínar hugsanir fyrir aðra
menn, elskar livern mann eins og sjálfan sig, hve vondm
og vesall sem er, og vill gefa mönnunum í kærleika a >