Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 33
Kirkjuritið.
319
íívað á þjónninn að gera?
liimneska húsbónda. Og þetta orð Guðs er oss gefið og
geymt í Ileilagri ritningu. Guðs orði í Heilagri ritningu má
þjónninn ekki breyta. Hann má ekki lagfæra boðskapinn
eftir þvi, sem hann heldur að bezt eigi við í það og það
skiftið eftir tíð eða tíma. Þjónninn á að boða boðskapinn
eins og hann er. Guðs orði eigum vér að hlýða. Og eins og
ég rifjaði upp fvrir mér orðsendingarnar til þess að geta
skilað rétt, svo eigum vér að rifja upp á lífsgöngu vorri
skilahoðin, lesa Guðs orð daglega og oft á dag. Þá getum
vér flutt mönnum boðskapinn frá Guði réttan, eins og
Guðs orð liefir fyrir oss lagt að flytja liann. Og minnumst
þess, að ef vér flytjum aðeins þann boðskap, sem Guðs orð
býður oss að- flytja, þá ber drottinn sjálfur áhyrgðina á
hoðskapnum, en vér ekki. En ábyrgðin hvílir á oss, ef
vér breytum til, ef vér förum ekki eftir Guðs orði, og
sú áhyrgð er svo þung, áð oss er um megn að bera hana.
Vér erum ekki lengur þjónar Guðs, ef vér ekki hlýðum
skilyrðislaust, og skilum eins og oss var sagt að skila,
jafnvel þótt vér, með vorri takmörkuðu skynsemi, skiljum
ekki alt hið dýrlega í þeim lioðskap, er oss er falið að
Hytja.
Guð skilur. Oss er nóg að vita það. Hann veit, af hverju
hann lét þetta vera svona en ekki öðruvísi. Hvað kemur
það þjónunum við, livaða rétti húshóndinn framreiðir, og
hvernig iiann framreiðir þá. Húsbóndinn ræður rettunum.
Og Guð ræður, upp á hvað hann býður oss mönnunum til
kvöldmáltíðar sinnar.
Og hvað er það þá, sem hann liefir að hjóða?
Alt er tilbúið. Hann býður alt, sem gildi hefir. í þessum
°rðuin: ,vAlt er þegar tilbúið“, felst öll hjálpræðissagan,
* rá því fyrst að fyrirlieitin voru gefin, um frelsara, og all
hl þess, að fyrirheitin urðu uppfylt í Guðs eigin eingetna
syui, frelsara vorum og drottni Jesú Kristi.
Alt er tilbúið. Réltirnir, sem fram eru reiddir, eru dá-
samlegir. Jesús Kristur. Hann er gefinn út fyrir oss. Jesús
heíii- gefið sinn heilaga líkama og blóð.