Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 35
Kirkjuritið.
Hvað á þjónninn að gera?
321
Hvað er dásamlegra til en alt þetta: Fyrirgefning synda,
heilagur þróttur, sæta og hamingja þessa lífs og annars.
Já, ekkert er dýrlegra til.
Með þennan boðskap um Krist, um frelsarann, sem alt
þetta gefur, og alt, sem sérliver mannsál þráir og þarfnast,
erum vér send út lil mannanna sem þjónar Guðs.
Og ef vér erum að þvi spurð, hvaða skilyrði mennirnir
þurfi að uppfylla til að öðlast alt þetta, þá svörum vér að-
eins með orðum guðspjallsins: „Komið“. Komið til Krists.
Eina skilyrðið er að koma, eins og maður er, þiggja boðið.
Hverjum þeim, er þiggur boðið, veitir Guð alt i Jesú Ivristi.
Vér erum því send til að segja mönnunum að koma.
Koma þangað sem þeim er veitt alt hið bezta. Vér erum
send til allra með þann dýrlegasta boðskap, sem unt er
öðrum að flytja. Vér, sem í mörg ár höfum boðað þennan
boðskap, finnum altaf betur og betur, bve dýrlegum boð-
skap oss er trúað fyrir. I hvert sinn er vér lesum Guðs
lieilaga, opinberaða orð, finnum vér þar eitthvað nýtt og
háleitt, sem vér ekki höfðum veitt atliygli áður. — Þeim
roun dásamlegra er það, að mega flytja fagnaðarboð-
skapinn.
En — en, þeim mun meiri eru líka vonbrigðin, sem
þjónninn fær, þegar allir taka að afsaka sig og vilja ekki
koma til kveldmáltíðar Guðs og þiggja náðina í Jesú
Kristi. Ný vonbrigði á hverjum degi. — Og vér spyrjum
oss: Hvers vegna gerir fólkið þetta? Hvernig getur það
neilað að þiggja það bezta, þegar skilyrðið er aðeins eitt:
Vð koraa? Hví kemur fólkið ekki til Krists? — Er það
niér að kenna? Skila ég svona illa þvi, sem mér var falið
að skila?
Slíkar samvizkuspurningar vakna oft i sálu þjónsins.
Það getur verið, að það sé oss að kenna, en það þarf
°kki að vera af þeim ástæðum. — Guðspiallið segir oss,
Jð boðsgestirnir hafi allir tekið að afsaka sig og neitað að
koma. Jesús varð sjálfur að þola afsakanir og heyra neit-
lln fólksins. Er þá nokkur furða, þótt vér verðum oft fyrir