Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 6
292
Ásmundur Guðmundsson:
Október.
valda, þarf að rísa máttur, meiri og æðri en alt annað á
jörðu, máttur frá sálum biðjandi manna um allan hnött-
inn. Guð stöðvar ekki stríð, meðan mennirnir vilja það
sjálfir, það er afleiðing af frjálsræði viljans, sem liann
hefir gefið þeim. En þegar friðarviljinn eflist með mönn-
unum, þegar bænir um hræðralag og kærleika stíga upp
lil Guðs, þá heyrir hann þær og sendir kraft til starfa í lífi
þeirra. Þessvegna er mcira vert um bænir en áfellisdóma
yfir þeim, sem stríðinu valda. Yið bænir opnast augu
mannanna, svo að þeir sjá Guð.í anda og skilja, að hahs
verður sigurinn að lokum og máttur lians er svo mikilf i
veikum mönnum, að spádómsorðin munu rætast:
„Hann mun dæma meðal heiðingjanna
og skera úr málum margra þjóða.
Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínuin
og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að annari þjóð,
og ekki skulu þær lemja sér hernað framar.“
(Jes. 2,4.).
Við hænir opnasl vegurinn fyrir anda Guðs til þess að
leiða nýja hvitasunnu yfir jörðina og knýja mennina til
þess að falla að fótum frelsarans upprisna, sem þeir hafa
krossfest. Við hænir kemur Guðs ríki á jörðu.
Og spyrji einhver: Ilvað munar um mínar bænir, eða
minnar litlu þjóðar, þá er því að svara, að engu þokar
áleiðis, ef allir liugsa, að á sama standi um þá, og liafast
ekkert að, en við það, að liver einstaklingur gjörir skyldu
sína í þessum efnum, og hver þjóð, verður sigrinum og
markinu náð:
„Sælu njótandi, sverðin brjótandi
faðmist fjarlægir lýðir“.
Leggjum þá örugg á áfangann erfiða, sem framundan
er. Látum stríðstímana verða oss tíma sjálfsprófunar, aft-
urhvarfs og bæna. Bregðumst vel við hverri viturlegi'i og
liollri ráðstöfun, sem gjörð verður fyrir þjóðarhaginn.
Sýnum þolgæði og sjálfsafneitun í smáu og stóru, efluni