Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 58
344 Erlendar fréttir. Október. hlutdeild í krafti kristindómsins. Ég vona, að ég hafi engan særl með þessu, eða að minsta kosti voru þarna góðir vinir Hallesby, sem þökkuðu mér fyrir ræðuna. Fyrri part næsta dags gat ég því miður ekki sótt fundinn vegna funda i Dansk-íslenzku sambandslaganefndinni, en fór lil Hróars- keldu upp úr hádeginu. Hóf Ljuggren biskup þá umræður um varanlegt gildi lútersku trúarskoðunarinnar. En síðar talaði pró- fessor Söe (Kbh.) um ábyrgð vora gagnvart lúterskunni. Voru nokkurar umræður. En ekki fanst mér iaust við, að ófriðarblikan setti mark á fundinn. Nokkurir fóru þá þegar lieim til sín. Um kvöldið var veizla haldin, og ræður fluttar þar yfir borðum. 'i'alaði ég þar nokkur orð af íslands hálfu og lét í ljós þá ósk, að unt yrði að fá heimsókn svona fríðs hóps af Norðurlandaprestum til íslands, án þess þó að ég hefði nokkurt umboð til þess af hálfu Prestafélagsins hér að bjóða til næsta fundar á íslandi. Ég varð svo eins og áður að fara til Kaupmannahafnar um kvöldið, og var síðan þar á morgunfundi næsta dag. Og nú hófst ófriðurinn. Ég símaði til Hróarskeldu og spurði um fundinn, og frétti þá, að flestir fundarmenn væru farnir. Lítill hópur var eftir og lauk fundinum með guðsþjónustu i Dómkirkjunni. Fundurinn lenti þannig i striðsólgunni. Fleiri svipaðir fundir, sem haldnir voru þessa dagana uppleystust algerlega, því að hver þurfti að komast heim. Fundarsetan var mér til hinnar mestu ánægju og kyntist ég þar ýmsum ágætum mönnum. Ég mætti og hinni mestu vinsemd af Iiálfu allra. Ég held, að íslendingar séu ekki óvinsælir, hcldur mjög velkomnir á ýmsa fundi, sem haldnir eru á Norðurlöndum. For- seti fundarins, Scharling biskup, vildi í öllu sýna fulltrúa íslands hina mestu sæmd, setti mig sér til hægri handar við borðið og mátti ekki heyra annað en ég tæki sæti í ,,præsidii“ eða heiðurs- stjórn fundarins. Stríðið kemur nú líklega öllu í ólag næstu árin, en annars iiefði verið ánægjulegt að geta boðið til norræns prestafundar hér á íslandi áður en langt um líður. Ég býst við, að því boði yrði vel tekið. Magnús Jónsson. Aðrar erlendar fréttir birtir Kirkjuritið ekki að þessu sinni, þar sem því hafa ekki borist nýjustu kirkjublöð né timarit. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.