Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 37
Kirkjuritið.
Hvað á þjónninn að gera ?
323
vinnast. Hann bendir oss á, að þjónsstarfið er ekki árang-
urslaust. Margir liafa þegið drottins boð.
Og drottinn segir: „Far þú skjótlega út á götur og stræti
borgarinnar, og fær þú inn hingað fátæka, vanheila, halta
og blinda.“
Hann segir, far þú til smælingjanna, til olnbogabarna
þjóðfélagsins, til þeirra, sem bágt eiga, til sjúklinganna,
syrgjendanna einstæðinganna, og elliþreyttu gamalmenn-
anna. Og það er dásamlegt til margra slíkra manna að
koma. Þjónninn fær ekki altaf eintóm vonbrigði. Hann
fær margar dýrlegar hvatningarstundir. Hann sér menn
taka boðinu. Sér menn þiggja náðina í Jesú Kristi, sér
menn örugga, lieila sem Guðs börn við Guðs heilaga
föðurhjarta. Hann sér ljómann í augunum, eins og ég sá
hann í augum ekkjunnar, er ég mintist á í byrjun. Ein
slík stund, sem hfuð er meðal barna og unglinga, eða við
dánarbeð, eða við eitthvert alvarlegt tækifæri, veitir þrek
og þrótt móti hundruðum vonbrigða. — Einni sál bjarg-
að. Þér finst það lítið. Nei, það er mikið. Ilvers virði er
ein sál? „Það mun verða meiri gleði á himnurn yfir einum
syndara, sem bætir ráð sitt, heldur en yfir 99, sem ekki
þurfa iðrunar við.
Það eitt að sjá Ijómann í augum eins einasta barns,
eins einasta manns, er þiggur boð drottins, margborgar
alla fyrirhöfn þjónsins.
Heyrum vér ekki gleðihljóminn í rödd þjónsins í guð-
spjallinu, er liann segir: „Herra, það er gjört, sem þú hefir
fyrir skipað.“
En er það þá ekki nóg að fá einn til að koma, fyrst það
er svona mikils virði? Guðspjallið svarar því neitandi.
Þjónninn kom aftur til herra síns fullur af gleði. En samt
segir húsbóndinn: „Far þú út á þjóðveguna og að girðing-
unum og þrýstu þeim til að koma.“ Þjónninn mátti ekki
fá neina livild. Nei, liann varð að vinna meir en nokkuru
sinni fyr. „Þrýstu“, segir húsbóndinn. Með öllum mögu-
legum og hugsanlegum ráðum á að fá mennina til að