Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 46
10 Innlendar fréttir. Janúar. Odd Gottskálksson og Nýja testamentis þýðingu hans 12. april næstkomandi. Kirkjuráðið telur og æskilegt, að í minningu bessa geti hver höfuðkirkja landsins eignast Ijósprentaða útgáfu af Nýja testa- menti Odds, og felur forseta að leita fyrir sér um útvegu í þvi efni.“ Kenslubækur i kristnum fræðum og kristindómsfræðsla i skólum. Samþykt að rit;i kenslumálastjórninni um eftirgreind atriði: a) Að samning kenslubóka i kristnum fræðum verði falin völd- um mönnum úr flokki guðfræðinga og kennara. h) Að fjölgað verði kristnifræðistundum i barnaskólum frá þvi, s'em nú er. c.) Að prestar hal'i á hendi kristindómskenslu þar, sent þvi verður við komið. d) Að við námsskeið Kennaraskólans verði kennurum gefinn kostur á framhaldsmentun í kristnum fræðum. Framtíðarstörf Kirkjuráðs. Erindi prófasts Jóns Þorvarðs- sonar um j)að mál falið prófessor Ásmundi Guðmundssyni til athugunar og birtingar í Kirkjuritinu. Málinu að öðru leyti frest- að að sinni. Kosning varaforseta Kirkjuráðs. Kosningu hlaut prófessor Ás- mundur Guðmundsson. Kosning tveggja manna i sálmabókarnefnd. Svo hljóðandi til- laga Iögð fram: „Kirkjuráðið sér ekki ástæðu til þess að tilnefna 2 menn í hina stjórnskipuðu sálmabókarnefnd, enda mun bisk- upinn, samkvæmt gildandi reglum, bera undir Kirkjuráð vænt- anlegar tillögur sinar til breytinga á sálmabókinni.“ Tillagan samþykl með 3 samhljóða atkvæðum (Á. G., G. Sv., Þ. Br.). Séra Gísli Skúlason hefir verið skipaður prófastur í Árnesprófastsdæmi frá síðustu áramótum. Séra Bjarni Þórarinsson fyrv. prestur andaðist í Reykjavik (i. þ. m. Minningargrein um hann mun síðar verða birt hér i ritinu. Á. G. Kirkjuritið kemur úr í 10 heftum á ári, fyrir alla mánuðina nema ágúst og september, um 24 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósá held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.