Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 5
KirkjuritiS.
Faðir ljósanna.
285
Þú blessar, þá bærist moldin
og blóm upp úr skuggunum
gróa,
af fræi, sem fer nið’r í myrkrið,
rís fegurð limríkra skóga.
Þú öld eftir öld hefir blessað
öll augun, sem til þín störðu.
Prá þér liggja jafnvel þræðir
til þess, sem er minstur á jörðu.
Þú sérð inn í sálarfylgsnin,
þú sérð, því þú einn ert góður,
þá dýrð, sem er óþekt öllum
í augum hins fallna bróður.
Án þín væri æfin sem andvarp
gegn eyðingu mikilvirkri
og eilífðin eins og þytur
af ókunnum vængjum í myrkri.
III.
Við bíðum þíns mikla morguns
í menningarrökkri gráu.
Við föllum fram, daganna
drottinn,
með dagsverkin okkar smáu.
Við bíðum þín, hvort sem þú
birtist
í blómi eða þyrnunum hörðu,
í engilsins máttugu mildi
eða mannsbarnsins þjáningu á
jörðu.
Já, kom þú með vordögg á
viðinn,
sem vex upp og rödd þinni
hlýðir.
Já, kom þú með eldinn, sem
eyðir,
ef æskan skal frelsast um síðir
IV.
Við dyr þinnar dýrðar stendur
hin dauðlega, reikula vera,
sem örlitla ást reynist þyngra
en alt sitt hatur að bera.
Já, maðurinn, maðurinn, herra,
í myrkrinu velur sér leiðir.
Við hlið þinnar heilögu borgar
hann hrjáðan bróður sinn
deyðir.
Þú grætur í Getsemane,
þitt Getsemane er jörðin,
þitt Golgata fórnarhof fólksins.
um falsguði safnast þar hjörðin,
Og þó á veröldin vængi
í vanmætti og harmleik sínum,
og mannanna mestu draumar
mætast í himni þínum.
Og ilmur þíns anda geymist
í örveika, brákaða reyrnum,
og máttugri en marmarans gyðja
er mynd þín í jarðarleirnum.
Já, Guð, þínir geislar brjótast
í gegnum skýjanna raðir.
í ásýnd dimmleitra daga
sjást drættir þíns andlits, faðir.
Þótt myrkt sé á mannsins vegum,
það megnar þín börn að hugga,
að ljóssins eilífu armar
umlykja heimsins skugga. —
Aldan, sem ber okkur uppi,
er áður en varir hnigin.
Frá jörðu (il hæsta himins
er hönd þín einasti stiginn.
Helgi Sveinsson
frá Hranndal.