Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 6
Október.
Hlutverk nútímakirkjunnar.
(Synoduserindi flutt af séra Bjarna Jónssyni 28. júní 1940).
Hlutverk kirkjunnar nú er hið sania og áður. Læri-
sveinum Jesú Krists er ómögulegt að lialda þvi leyndu,
að hjá drotni er hjálp að finna. Þeir finna, að enn er
þessi skipun í gildi: „Farið og gjörið ailar þjóðir að læri-
sveinum“. Þeir vita, að þeim ber að safna mönnum undir
merkisstöng Jesú. Þeir hlusta eftir orðum lians: „Alt vald
er mér gefið á himni og jörðu“. Sést það, að hann eigi
þetta vald? Hafa menn alment beygt sig fyrir þessu valdi?
Nei. En lærisveinar hans vita, að orðin eru sönn, svik
eru ekki fundin í munni hans. Honum er gefið þetta vald.
Hann á tilkall til allra. En hann neyðir engan. Eins og
valdið er gefið honum, eins verða mennirnir að gefast
honum, verða lærisveinar hans af fúsum vilja. I augum
Guðs eru mennirnir ekki vélar, sem hægt er að stjórna
eftir vild. Þeir eru frjálsir menn. Þeir verða að ákveða
með frjálsum vilja, hvort þeir vilja lúta valdi drottins
eða ekki. En það vita þeir, sem gefast drotni, að hann
á eignarréttinn. Vér erum dýru verði keyptir. Þetta þurfa
allir að fá að vita. Þetta er kristnum mönnum ljóst, að
Jesús á tilkall til allra, en liann neyðir menn ekki til eftir-
fylgdar. Hann kallar á menn í kærleika: „Komið allir“. En
um leið og kallað er á alla, gerir liann lærisveina sína að
trúnaðarvinum og samverkamönnum. Hann segir við þá:
„Alt vald er mér gefið, ég á tilkall til allra. En nú eigið
þér að starfa með mér og tilkynna mönnunum, að Guð bíði
eftir þeim. Ég á tilkall til þeirra, ég gef þeim eilíft líf.
Farið því, segið þeim frá þessu“.