Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 14

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 14
294 Bjarni Jónsson: Október. ar, hátíðlegar athafnir, öll þjóðin hlustar, en fær ekki að heyra Guðs orð. Það er oft í blaðagreinum og opinberum ræðum eins og menn þori ekki að nefna Guð. En þó finna menn, að alt verður autt og tómt, ef menn hverfa frá Guði. Það er víða andvarpað eftir Guði. Það er víða hægt að koma auga á altarið, sem á er ritað: „Ó- þektum Guði“. Þessvegna ríður á, að lilutverk kirkjunnar sé rækt, að það sé talað við mennina um hinii lifandi Guð. Uppörfum því hverir aðra, fylgjumst að í björgunarlið- inu. „Plæg þína jörð, Guðs sæði sá, og sé hún skrælnuð, gráttu þá“. Hlustaðu eftir boðskap frá titrandi hjarta. Það vantar oft þá tóna. En þeirra er þörf, því að aldrei hefir verið meira um hjartslátt meðal mannanna en nú. Það er þörf á lijálp, þörf á blessun, sem kirkjan er send með til mannanna, til allra, harnsins í vöggunni og gamal- mennisins hjá gröfinni, til allra, sem eru á leið frá vöggu til grafar. Hlutverkin eru mörg og sundurliðast í margvísleg störf. Það væri efni í marga fyrirlestra að tala um kirkjuna og börnin, kristindómsfræðslu, sunnudagaskóla, kirkjuna og skólana, kirkjuna og hin ýmsu menningarmál. Ef vér fáum að flytja útuarpserindi, hvað er oss þá rík- ast í huga? Ef vér tölum á mannfundum eða skrifum grein i blöðin, hvað liggur oss helzt á hjarta? Hve oft tölum við um kristindóm? Höfum vér mikinn tíma til að tala um annað? Hvernig er starf vort meðal æskulýðsins? Er það fyrst og fremst kristilegt starf? Það er oft talað um afstöðu kirkjunnar til þjóðmála og stjórnmála. Kirkjan og prestarnir ættu að taka þátt í opin- berum málum þjóðarinnar á þann hátt, að það sæist, að sérstök heill fylgir slíkri þátttöku. Margir prestar hafa unnið gott og göfugt starf í þágu þjóðmálanna. Og því má ekki gleyma, að mikilvæg er sú hjálp, er þjóðinni er í té látin, þegar fyrir henni er beðið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.