Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 15

Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 15
Kirkjuritið. Hlutverk nútímakirkjunnar. 295 Hvar á að byrja og hvar á að enda, ef tala á um öll hlutverk kirkjunnar? Það ætli að vera svo, að kallað væri á kirkjuna úr öll- um áttum. Öllum er það ljóst, að það þarf að vaka yfir uppeldi og framtíð æskulýðsins með barnciverncl, göfgandi félags- skap, hollum íþróttum og nýtu starfi. Kristindómurinn á erindi til allra flokka og stétta, já, til allra manna. Þessvegna þarf að vinna að útbreiðslu Guðs ríkis, styðja kristniboð úti í öðrum löndum og styrkja kristnihoðsstarf í voru eigin landi. Vér megum ekki ætla, að liið bezta sé aðeins handa sjálfum oss. Getur það sam- rýmst trú vorri, að vér teljum oss sæla, af þvi að vér erum kristnir, en látum oss á sama standa, livort aðrir eru það eða ekki? Ef þessi hugsun hefði verið ríkjandi á 10. öld, þá hefði getað orðið bið á því, að ísland hefði fengið að talca við kristinni trú. Það er hlutverk kirkjunnar að vinna að sigri Guðs ríkis heima fyrir og í öðrum löndum. Iíirkjan er ekki aðeins menningarstofnun, hún er kristin kirkja, og þaðan á ljós að berast til hinna mörgu menta- stofnana. Hvilík blessun hinni íslenzku kirkju, ef hér væri blómlegt kristilegt stúdentafélag. Hvar eiga mannúðarmál að eiga visa vináttu, ef ekki iijá kirkjunni? Það á að hjarga sálinni. En það má ekki gleymast, að hún er samtengd líkamanum. Það ætti ekki að vera talið nægilegt, að presturinn prédild fyrir hungr- uðum mönnum, sem fara á mis við gæði lífsins. Það þarf líka að hjálpa í líkamlegri neyð, enda koma margir til prestsins og hann gleðst, er hann getur talað máli þeirra, sem eru í ýmsum vanda sladdir. Það er lilutverk kirkj- unnar að fá menn til þess að nema staðar hjá liinum særðu, að koma til hjálpar hinum bágstöddu, hinum sjúku, aldurhnignu og fátæku. Það er ekki vilji Guðs, að nokkrir hafi of mikið og margir of lítið. Kirkjan á að styðja réttlætið. Ég las nýlega í erlendri kirkjulegri skýrslu þessa spurn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.