Kirkjuritið - 01.10.1940, Side 20

Kirkjuritið - 01.10.1940, Side 20
300 S. S.: Séra Tryggvi H. Kvaran. Október. Bæði í söfnuði hans og víðsvegar meðal vina hans og kunningja á hann hinar beztu óskir og fyrirbænir, er liann hverfur þeim sýn. Síðast er ég frétti af honum á vettvangi starfsins nokkru áður en hann lagðist banaleguna, var hann á mannfundi miklum í Varmahlíð. Þar hafði hann flutt afhurða snjalt erindi, sem mörgum mun verða minnisstætt, ekki sízl fyrir það, að það urðu kveðjuorð hans til Skagfirðinga. Örstuttu síðar kom boð dauðans. Hann er farinn frá vinum sínum, starfi sínu og baráttu, samskonar baráttu og vér öll eigum í, við margskonar erfiðleika lífsins, ytri og innri, baráttuna við margvísleg andstæð öfl í hinni miklu framsókn til meiri þroska, full- komnunar og liærra lífs. Einlægustu óskir og bænir gam- alla félaga og vina fylgja þér, kæri vinur, inn í framtíðar- landið. Sigurgeir Sigurðsson. Nýir nemendur í guðfræðisdeild. Frá því um síðustu áramót hafa þessir stúdentar verið innrit- aðir í guðfræðisdeildina: 1. Guðmundur Guðmundsson, Akureyri. 2. Hildur Sívertsen, Reykjavík. 3. Ingólfur Ástmarsson, Reykjavílc. 4. Jón Á. Sigurðsson, Stað á Reykjanesi. 5. Pétur Sigurgeirsson, Reykjavík. G. Sigmar Torfason, Hrafnabjörgum, Hjaltastaðaþinghá. 7. Sigurður Guðmundsson, Akureyri. 8. Stefán Eggertsson, Akureyri. 9. Trausti Pétursson, Dalvík. Tólf eru fyrir i deildinni, þar á meðal einn Skoti, Robert Jobn Jack, frá Milngavic (í grend við Glasgow).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.