Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 21
Kirkjuritið. Kirkjumál Reykjavíkur. Það er nú kunnugt mál, að á síðasta Alþingi voru sam- þykt „lög um afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins i Rej'kjavík og um skiftingu Reykjavíkur í prestaköll“. Afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins hefir nú farið fram, og skifting Reykjavíkur í prestaköll er þegar komin til framkvæmda. Hefir prestakallanefnd og Kirkjuráð í sumar unnið að skiftingunni, að fengnum tillögum sóknar- nefndarinnar i Reykjavík, og liafa allir þessir aðiljar orðið sammála í öllum aðalatriðum um, hvernig skifta skyldi Reykjavik í prestaköll og kirkjumálaráðherra staðfest gerðir þeirra. Hafa nú prestaköllin alveg nýlega verið aug- lýst til umsóknar með umsóknarfresti til 27. nóv. þ. á. og sennilegt er, að prestskosningar í hinum nýju prestaköll- um geti farið fram fyrir eða um miðjan desembermán- uð. Lög þessi hafa í för með sér miklar breytingar á skip- un kirkjumála í Reykjavík. Ég hygg að meginþorra þeirra manna, sem um kirkjumál hugsa, komi saman um, að þessarar breytingar hafi verið þörf, og að hún sé réttmæt. í sumum borgum Norðurlanda koma þrjár þúsundir safn- aðarmanna á einn prest, og þar sem prestur á fleirum að þjóna en 5000, þykir horfa til vandræða. Hér í Reykjavík hafa hin siðustu ár þrír þjóðkirkjuprestar þjónað dóm- kirkjusöfnuðinum, en liann mun við síðasta manntal hafa verið kominn hátt á þriðja tug þúsunda. I þessum söfnuði er aðeins ein kirkja, sem i upphafi var hygð fyrir innan við 1000 manns. Það þarf ekki að eyða orðum að því að skýi-a það, að hér í Reykjavík er verkefni fyrir miklu fleiri presta, hversu trúlega og samvizkusamlega sem prestar þeir, sem fyrir eru, gegna skyldum sínum, eins og þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.