Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 4

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 4
Október Prestastefnan 1943. Fjölmennasta prestastefnan, sem háð hefir verið hér á landi í seinni tíð, stóð vfir í Reykjavík dagana 27.— 29. júní. Sóttu liana um 70 prestvígðir menn auk nokk- urra guðfræðinema. Prestastefnan hófst sunnudaginn 27. júni kl. 11 ár- degis með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Var þá jafn- framl vígður hinn nýkjörni prestur í Glaumbæjarpresta- kalli, séra Gunnar Gíslason cand. theol. frá Seyðisfirði. Fyrir altari þjónuðu vígslubiskuparnir báðir, séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og séra Friðrik Rafnar próf- astur á Akureyri. Séra Þorsteinn Jóhannesson prófast- ur í Vatnsfirði lýsti vígslu, en að vígslu lokinni steig hinn nývígði prestur í stól. Athöfn þessari var útvarp- að, og var hún mjög fögur og liátiðleg. Kl. 4 síðdegis komu prestarnir saman í kapellu Há- skólans. Var fjæst sunginn sálmurinn: „Á hendur fel þú honum“, en síðan flutti hiskupinn hjartnæma bæn og minntist síðan sérstaklega presta þeirra, er látizt höfðu, síðan síðasta prestastefna var haldin. Að því húnu léku þeir saman á fiðlu og orgel, Páll ísólfsson tónskáld og Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari. — Þessi stund i liáskólakapellunni var áhrifarík og mun seint líða prestum úr minni. Að minningarathöfn þessari Iokinni var prestastefnan sett í kennslustofu guðfræðideildarinnar. Flutti biskup fyrst ávarp til synoduspresta og gaf þar skýrslu um kirkju íslands á liðnu starfsári. Fer hvorttveggja hér á eftir í ritinu. Að lokinni skýrslu biskups var fundum frestað til næsta dags, en um kvöldið flutti séra Sveinn Víkingur,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.