Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 10
272
Prestastefnan 1943.
Október
Skýrsla biskups.
Ég mun nú fara nokkrum orðum um atburði þá, er gerzt hafa
í kirkjulífi þjóðarinnar á synodusárinu og geta um hið helzta
í starfi kirkjunnar frá þvi, er vér vorum hér siðast á presta-
stefnu.
í mannlifinu skiptast á skin og skúrir. Og þessvegna bera
endurminningarnar ýmist blæ hins bjarta eða dapra. Svo er þvi
einnig farið um minningar vorar nú.
Vér erum nýkomnir úr kapellunni frá minningarathöfn um
látna starfsbræður vora, sem sumir hurfu oss bæði mjög óvænt
og fljótt. Við fráfall þeirra ber öll prestastéttin og þjóðin í heild
harm í huga.
Ég mun nú með fáum orðum minnast hvers einstaks hinna
föllnu bræðra vorra og síðan prestsekkna þeirra, sem látizt hafa
á árinu:
Séra Gisli Skúlason, prófastur i Árnesprófastsdæmi andaðist
hér í Reykjavík 19. ágúst f. á. Hafði hann um skeið um sumarið
dvalið i Norðtungu ásamt prófessor Ásmundi Guðmundssyni.
Unnu þeir að þýðingu Samstofna Guðspjallanna á vegum liins
islenzka Biblíufélags. Sonur sér Gísla hafði iátizt 8. ágúst. Unni
séra Gísli honum heitt og tók nærri sér fráfall hans, þótt hann
bæri það með rósemi og karlmennsku. Daginn eftir greftrun
sonarins tók sig upp með afli gömul hjartabilun, er séra Gisli
hafði áður þjáðst af. Eftir skannna stund var hann, eins og áður
er sagt, sjálfur horfinn af þessum heimi og sæti hans autt.
Séra Gísli var fæddur að Breiðabólstað í Fljótslilíð 10. júní
1877. Foreldrar hans voru séra Skúli Gíslason prófastur og Guð-
rún dóttir séra Þorsteins Helgasonar i Reykliolti. Stúdent varð
hann 1897 og embættispróf í guðfræði tók hann við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1903. Séra Gisli var námsmaður mikill og vafa-
laust með lærðustu guðfræðingum á seinni tíð. Eftir heimkomu
sina vann hann allmikið að þýðingu Gamla-Testamentisins ásamt
prófessor Haraldi Níelssyni. Hann var bæði ágætur grísku og
hebreskufræðingur.
Árið 1905, 2. júli var hann vigður og veitt Stokkseyrarpresta-
kall samkvæmt kosningu safnaðarins, en jafnframt þjónaði hann
Gaulverjabæjarprestakalli alla prestsskapartíð sína. Að Stóra-
Hrauni var á prestsskaparárum séra Ólafs Helgasonar fyrirrenn-
ara lians, komið á fót málleysingjaskóla, og var séra Gísli kenn-
ari við skólann eftir að liann kom að Stóra-Hrauni. Prófastur í
Árnesprófastsdæmi varð séra Gísli 1. janúar 1940.
Séra Gísli var mannkostamaður, ágætlega gefinn, lærður, vel