Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 33
Kirkjuritið Prédikun. 295 í sálinni, af því að hún hvílist við sannleikann, hversu mikill ófriður sem kann að ríkja að öðru leyti. Hvild er þó hálf óheppilegt orð. Sannleikurinn er sem sé alltaf á ferð. Hvíldin er í því fólgin að sækja fram við hlið sannleikans. Það var þessi friður, sem var Jóhannesi englavörður, er hann stóð frammi fyrir Heródesi. Hann gat ekki verndaði líkama hans, en veitli honum tign og mann göfgi, sem aldrei gleymist. Honum ldó hugur í hrjósti: Nú verður vilji Guðs. Biblían skýrir frá viðburðum þeirra tíma, eins og' um væri að ræða daginn í dag. Þessi saga um Jóhannes skírara gerðist í fyrndinni og' í fjarska. En hún gerist einnig í Danmörku árið 1942. Einnig á meðal okkar er að finna góða menn, sem ala í hrjósti eldheita trú á sannleikann, að hann sé til í því skyni, að hann sé sagður — að hann sé því aðeins til, að hann sé sagður. Þeir trúa ekki á hann sem snjall- yrðin ein. Og þeir geta ekki lialdið að sér höndum og látið ausa liann moldu í allra augsýn. Þeir eru gæddir holdi og blóði eins og Jóhannes og finna að visu til ótta um örlög sín og annars meiri ótta, óttans við skriðuna, sem sannleikurinn geti hleypt af stað yfir þjóð þeirra. En einn góðan veðurdag sjá þeir, að hugleysi má ekki fella þeim fjötur um tungu, og að skriðan, sem hræsni, þögn og' lýgi hleypa á þjóð, mun reynast þúsundfallt verri, er til lengdar lætur. Þá fyllir liugi þeirra friðurinn mikli, sem gagntók Jó- liannes, er þeir ganga fyrir Heródes ættjarðar okkar og víta hórdóm lians. Því að einnig í okkar landi er Iieródes, sem di*ýgir hór með hjáguðum, tilslökunarandinn, sem vinnur það til fyrir þægindin að láta kúgast. Heródes hefir auðvitað haft á reiðum höndum ótal

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.