Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 16

Kirkjuritið - 01.10.1943, Side 16
278 Preslastefnan 1943. Október isprófi vorið 1942. Sótti hann þá um sumarið um Dvergasteins- prestakall, er auglýst var laust til umsóknar, og var kosinn þar lögmætri kosningu. —■ Hann er kvæntur Margréti Sigriði Tómas- dóttur og eiga þau eina dóttur barna. 2. Ingólftir Ástmarsson vígðist sem settur prestur í Staðar prestalcalli í Steingrimsfirði. Séra Ingólfur er fæddur 6 Isafirði 3. október 1911. Foreldrar tians eru Ástmar Benediktsson, verka- maður og kona lians Rósa Guðmundsdóttir. Kennaraprófi lauk hann við Kennaraskóla íslands vorið 1934. í fjögur ár stundaði hann kennslustörf sem settur og skipaður skólastjóri við barna- skólann i Súðavík við ísafjarðardjúp. Sumarið 1935 ferðaðist hann um Norðurlönd til þess að kynnast skóla- og kennslufyr- irkomulagi hjá nágrannaþjóðum vorum. Vorið 1938 tók séra Ingólfur þá ákvörðun, 27 ára gamall, að hefja náin að nýju og læra til prests, og hóf þegar undirbúning undir gagnfræðapróf, sem liann lauk þá þegar um liaustið. Næsta ár las liann utanskóla námsbækur lærdómsdeildar menntaskólans í Reykjavík og tók stúdentspróf í janúarmánuði 1940, með 1. einkunn. Innritaðist liann þegar í guðfræðideild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1942 með 1. einkunn. Frá því að séra Ingólfur hóf undir- búning undir gagnfræðapróf vorið 1938 voru þannig, er hann vígðist til prests, liðin aðeins 4 ár. Eins og sjá má af þessu, er liér um mikið og óvenjulegt námsafrek að ræða. Séra Ingólfur er kvæntur Rósu Blöndal skáldkonu, dóttur Björns Blöndal Jónssonar löggæzlumanns. 3. Jens Steindór Benediktsson var vigður sem settur prestur í Hvammsprestakalli í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi. Séra Jens er fæddur að Spákonufelli á Skagaströnd 13. ágúst 1910. Eru foretdrar lians þau hjónin Benedikt Frimann Magnús- son fyrrum óðalsbóndi og kona hans Jensína Jensdóttir. Hann tók stúdentspróf við liinn alm. menntaskóla Reykjavíkur vorið 1931. Hóf um liaustið nám í læknisfræði, en hvarf frá þvi eftir þrjá vetur og gaf sig þá um hríð að bókmennta- og ritstörfum. Dvaldi hann um tíma við joau störf i Danmörku. Haustið 1939 tók Iiann þá ákvörðun að hefja guðfræðinám og innritaðist i guðfræðideitd Háskóla fslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1942. Kvæntur er séra Jens Guðríði Guðmundsdóttur, Þorbjarnarsonar múrarameistara á Seyðisfirði. Eiga þau eina dóttur. 4. Jón Kr. ísfeld vígðist sem prestur að Rafnseyri í Vesturísa- fjarðarprófastsdæmi. Séra Jón er fæddur að Haga í Mjóafirði eystra 5. september 1908. Foreldrar lians eru Kristján Guðmunds-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.